28.1.2021 | 18:47
Haraldur SF 70
Haraldur SF 70 hét þessi frambyggði bátur sem þarna er við SA endan á Friðarhafnarbryggjunni, hann var byggður í Vestmannaeyjum 1962 af Skipaviðgerðum hf.Hann var 35 brl. byggður úr eik. Báturinn fórst 10. nóvember 1977 norður af Öndverðarnesi. Björgunarbátur hangir þarna á bryggjuendanum í davíðum, annar samskonar var við Bæjarbrygguna á þessum tíma.
Myndina tók Ómar Krismannsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.