Mannlegt viðmót

Mannlegt viðmót

Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur
og allar þínar gjafir lýsa þér
og ekker sýnir innri mann þinn betur
en andblær hugans, sem þitt viðmót er.

Því líkt og sólin ljós og yl þú gefur
og lífið daprast, ef hún ekki skín,
svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur
og undir því er komin gæfa þín.

Höfundur Árni Grétar Finnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru ákaflega góðar stökur og fela mikinn sannleik í sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.8.2020 kl. 22:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir eru margir gullmolarnir sem finnast.......

Jóhann Elíasson, 29.8.2020 kl. 09:57

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þessi vísa segir allt sem segja þarf um mannleg samskipti. :-)

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.8.2020 kl. 07:13

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Þorsteinn, Jóhann og helgi Þór, takk fyrir innlit og athugasemdir  :-)

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.8.2020 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband