Gísli Sigmarsson skipstjóri minning

Gísli Matthías Sigmarsson frændi minn og besti vinur er látinn 82 ára að aldri.

Gísli og Bobba við kirkjuna Gísli Matthías var fæddur í Vestmannaeyjum þann 9. október 1937 hann lést á Landsspítalanum 6. Júní 2020. Hann var sonur hjónanna Þórunnar Júlíu Sveinsdóttur f. 8.júli 1894 d. 20. maí 1962 og Sigmars Guðmundssonar frá Miðbæ Norðfirði f. 28. ágúst 1908, d. 4. Júlí 1989.

Sigmar og Þórunn eignuðust tvö börn saman þau Gísla Matthías og Guðlaugu Erlu f. 11.október 1942, d 11. maí 2005. Auk þess ólu þau upp undirritaðnn til 15 ára aldurs. Þórunn Júlía móðir Gísla var tvígift, fyrri maður hennar var Matthías Gíslason formaður hann fórst með mótorbátnum Ara VE þann 24. jan árið 1930. Börn þeirra sammæðra voru : Ingólfur Símon f. 17. des 1916, d. 18. október 1999, Sveinn f. 14 ágúst 1918, d.15. nóv 1998 Óskar f. 22. mars 1921, d.21.des 1992, Gísli f. 17. april 1925 lést í bílslysi í Reykjavik 27.maí 1933 8 ára gamall, yngst var Matthildur Þórunn f. 13. júní 1926, d. 6. nóv.1986.

Gísli Matthías kvæntist Sjöfn Kolbrúnu Benónýsdóttur f. 15.apríl 1937 á sjómannadaginn 1960. Börn þeirra eru Sigmar f. 27. Des. 1957, Katrín f.1. mars 1960, Benóný f. 27. júlí 1962, Grímur Þór f. 22.des. 1964, Gísli Matthías f. 15. Maí 1973, Sigurður Friðrik f. 2. mars 1975, Frostif.13.des.1977.

Ævistarf Gísla var sjómennska og allan sinn starfsferil stundað hann sjó frá Vestmannaeyjum. Hann byrjaði sinn starfsferil sem kokkur á matstofu Vinnslustöðvarinnar hf. en síðan lá leið hans á sjóinn. Hann tók minna vélstjórnarpróf Fiskifélags Íslands í Vestmannaeyjum árið 1954 og starfaði sem vélstjóri í nokkur ár m.a. á Leó VE 294 og Leó VE 400 hjá bróðir sínum Óskari Matthíassyni skipstjóra og föður sínum Sigmari.

Árið 1104217850_10220693007529251_1898274669679402988_n958 tók Gísli Matthías 4 mánaða námskeið og öðlaðist þar með 120 tonna réttindi til skipstjórnar, en hann var þó vélstjóri þar til hann byrjaði skipstjórn með Gullþórir VE 39 þar með hófst farsæll skipstjórnarferill hans. Á þessum árum lét Gísli og Júlíus Sigurbjörnsson smíða fyrir sig trillubát sem hét Grímur VE skýrður eftir Grími Hákonarsyni Auðsholti Ölvusi sem Gísli var í sveit hjá sem ungur maður. Þeir Gísli og Július áttu þennan bát ekki lengi hafa líklega ekki líkað smábátalífið.

Gísli fór í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi II. stigs veturinn 1963 - 1964. Eftir að hann lauk meira skipstjórnarnámi starfaði hann sem stýrimaðurog skipstjóri á Léó VE 400, og síðar skipstjóri og útgerðarmaður á Ellíðaey VE 45 og Katrínu VE 47.Gísli var kosin heiðursfélagi Ss Verðandi 1998 og árið 2014 voru Gísli og Sjöfn Kolbrún ( Bobba) kona hans kosin Eyjamenn ársins af Eyjafréttum, titill sem þau áttu svo sannarlega skilið enda bæði þekkt fyrir dugnað og heiðarleika.

Gísli og BobbaÉg byrjaði minn sjómannsferil með Gísla á Gullþórir VE 39 á vetarvertíð 1963, þar var góður mannskapur sem gott var að byrja með til sjós. Seinna vorum við Gísli saman á Leó og mörg ár var ég vélstjóri og síðan stýrimaður hjá honum á Elliðaey Ve 45. Það var gott að vera með Gísla hann var öruggur og klár sjómaður gætinn og góður skipstjóri sem fiskaði vel og maður sem ég treysti. Þetta voru góð ár með frænda mínum og fóstra. Ég á ótal góðar minningar frá samveru okkar Gísla gegnum árin.

Við ólumst upp saman þegar ég var tekinn í fóstur til ömmu Þórunnar mömmu Gísla, en þegar hún dó flutti ég til Gísla og Bobbu og var þar í 10 frábær ár. Ég hef oft hugsað um það hvað ég var heppinn og þakklátur fyrir að fá að vera einn af fjölskyldunni á Faxastig 47 með þeim hjónum og börnum þeirra, þar sem alltaf var líf og fjör. Ég fann svo vel hvað ég var velkominn inn á þetta góða heimili og get eflaust aldrei fullþakkað það.

102754726_10220692967688255_8401206314664136898_oMig langar að rifja upp örfá minningarbrot sem koma upp í hugann um samskipti mín við Gísla frænda minn. Mér er minnistætt þegar Gísli gaf mér fyrsta reiðhjólið mitt, hann var þá að inna á matstofu Vinnslustöðvarinnar hf sem kokkur og kallaði mig þangað niður eftir, ég hafði stundum verið að hjálpa til á matstofunni við uppvask og fleira og fékk í staðin að ganga í sveskju og rúsínu skúffurnar, ég hélt þarna að hann ætlaði að fá mig til að hjálpa til á matstofunni. Þegar ég mætti þar var Gísli búinn að kaupa nýtt glæsilegt rautt glansandi Fálka reiðhjól sem hann gaf mér þar á staðnum, þú átt þetta hjól sagði hann og sagði mér að prófa hjólið. Ég gleymi þessum degi aldrei, þetta var ein af mörgum gjöfum sem hann gaf mér á yngri árum, of langt yrði að telja það allt upp sem hann gerði fyrir mig.

Ég var 11 eða 12 ára þegar ég fór fyrst í ferðalag frá Heimaey, var heimalingur sem þurfti ekki að senda í sveit. Gísli bauð mér að fara með sér í þessa ferð sem mér er ógleymanleg. Farið með mjólkurbátnum sem þá var Blátindur til Þorlákshafnar, ég man að það var einn fólksbíll með í ferð og var hann þversum yfir lestarlúgunni. Þetta var á þessum tíma og að mínum dómi mikið ferðalag en veður var gott enda hásumar. Man að þegar við Gísli komum til Gíslarnir samanÞorlákshafnar vorum við svangir eftir sjóferðina og hann reyndi að kaupa eitthvað handa okkur að borða, engin matur var fyrir farþega um borð í Blátindi VE . Það var hvergi hægt að kaupa mat í Þorlákshöfn . Sár svagir fórum við upp á Selfoss með rútu og í Kaupfélaginu keypti Gísli stóra koktelávaxtadós sem hann opnaði með vasahníf og við borðuðum upp úr henni á Kaupfélagstöppunum. Við vorum svo sóttir á stórri drossíu og keyrt með okkur að Auðsholti í Ölvusi þar sem við dvöldum hjá bóndanum Grími Hákonarsyni í nokkra daga og tókum þátt í heyskap og öðrum sveitastörfum. Þetta er mér ógleymanleg ferð og eitt af mörgu sem Gísli gerði fyrir mig í þá daga.

Ég fékk sem peyi stundum að fara með Gísla niður í trilluna Grím þegar hann var að græja hana fyrir róður. Eitt sinn sem oftar tók hann mig með og á leið niður á Básaskersbryggju kom hann við í Eyjabúð að kaupa sökkur, öngla og fl. þar á meðal dós af koppafeiti sem notuð var til að smyrja öxulinn á trillunni. Hann bað mig að halda á dósinni niður á bryggju og fór ég á undan Gísla niðureftir. Smábátar voru þá oft lagt vestan við Básaskersbryggju þar sem nú er plan aftan við Herjólf. Trillan Grímur var þar bundin og þurfti að fara yfir tvær trillur til að komast um borð í Grím. Þetta var nú ekki mikið mál fyrir okkur peyjana að hoppa á milli báta við vorum því alvanir. Flóð var þegar ég hoppa með dósina út í fyrsta bátinn og hélt svo áfram yfir í næsta bát og ætlaði svo að klofa yfir í Grím en hann var þá Gísli Bobba og Sigmar Þsvo laus bundin að hann fór frá og ég endaði í sjónum. Næsta sem ég veit er að þrifið er í hárið á mér og síðan í úlpuna og mér kippt upp úr sjónum. Ekki hafði ég tekið eftir manni um borð í þessum bát, en ég má örugglega þakka honum fyrir að ég drukknaði ekki þarna. Það merkilega var að ég hélt en þá á dosinni þegar hann kippti mér upp úr sjónum. Maðurinn sem þarna bjargaði mér var Jói danski. Gísla var virkilega brugðið þegar hann kom og frétti hvað hefði komið fyrir og sá mig hundblautan og skjálfandi um borð í Grím, hann fór með mig strax heim til að hafa fataskipti, en þetta var ekki í eina skiptið sem ég kom blautur heim til ömmu.

Öll árin sem ég var með Gísla á Elliðaey kom hann færandi hendi fyrir jól með Jólaöl og oft epli og appelsínur, já hann var alla tíð gjafmildur og hjálpsamur í alla staði bæði við mig og mína fjölskyldu og þar var auðvitað Bobba með í ráðum. þá minnumst við oft í minni fjölskyldu á það þegar við í mörg ár hittumst hjá Bobbu og Gísla á Faxastig 47 á jólum og áttum skemmtilegar og ógleymanlegar samverustundir með þeim.

Þetta eru aðeins örfá minningarbrot sem koma upp í hugann. Blessuð sé minning þín elsku frændi minn og besti  vinur, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, ég á eftir að sakna þín. Bobba og fjölskylda innilegar samúðarkveðjur guð veri með ykkur.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband