Hefði gamalt ráð sjómanna getað bjargað bátnum ?

Þann 14. apríl 1992 skrifaði ég grein í Morgunblaðið um gamalt ráð sjómanna til að bjarga skipum sem fá bráðan leka. Síðan ég skrifaði greinina hafa margir bátar sokkið eftir að hafa keyrt á rekald eða steitt á skeri og fengið gat á bol undir sjólínu. Nú síðast sökk bátur skammt undan landi við Hvammstanga í fyrrinótt. Það er spurnig hvort þetta gamla einfalda ráð eldri sjómanna hefði getað bjargað þessum bát að landi ? 
eiginh922 (2)eiginh921 (2)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, auðvita hefði verið möguleiki að bjarga bátnum, EF þeir hefðu segldúk með sér á sjó? 

Mér dettur ýmislegt í hug sem ekki má opinbera, því ég hef haft vitnisburð fyrir því að áhöfn sökkti gömlum loðnubát á rækjuveiðum! :-( Ekki gott mál, en satt.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.5.2019 kl. 22:10

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru siður en svo bara "minni" bátar, sem þetta gamla bjargráð á við.  Þegar gamli Ýmir (sem var skuttogari) sigldi á Geirfugladrang hérna um árið, lét skipstjórinn draga NAUTSHÚÐ (nautshúðir voru notaðar til að "klæða" neðsta hluta "pokans" á botnvörpunni) fyrir gatið sem myndaðist á stafni skipsins og er talið að þessi aðgerð hafi bjargað skipinu frá því að sökkva......

Jóhann Elíasson, 9.5.2019 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband