25.9.2017 | 20:42
Bendingar og hífingar
Í skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 1995 kemur framm að 96 slys verða við vindur, þar er átt við A: lendir inn á vindu. B: Klemmist af völdum hífinga. C: Eithvað slæst til við hífingu D: Festingar á blökkum og fl. bilar.
Í skyrslu R.N.S 1996 verða 105 hífingarslys
skyrslu R.N.S 1997 verða 91 hífingarslys
skyrslu R.N.S 1998 verða 135 hífingarslys
skyrslu R.N.S 1999 verða 80 hífingarslys.
Þessi slys á þessum tíma urðu til þess að Bendingar og hífingarplaköt voru búin til og dreift.
Mörg af þessum slysum urðu vegna þess að ekki voru gefnar réttar bendingar við hífinfar og stundum kunnu sjómenn sem voru að segja spilmanni til ekki réttar bendingar, höfðu aldrei lært þær. Meðfylgjandi bendingarspjöld eru teiknuð af Jóa Listó og gefin út af Rannsóknarnefnd sjóslysa, þeim var dreift í flest skip í flotanum. jói klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Ég var með í því að dreifa þessu í skipin og man eftir að sjómenn tóku því mjög vel að fá þessi plaköt um borð hjá sér. Ég er viss um að þetta hefur fækkað slysum við vindur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.