Enn og aftur kemr tillaga um endurskoðun á reglum um sleppibúnað.

eiginh378Enn og aftur kemur tillaga frá RNS um að hún vilji láta endurskoða reglur um sleppibúnað.

Því miður gerir Samgöngustofa ekkert raunhæft í þessum málum, bara talað og skrifað og stundum haldnir fundir sem ekkert kemur út úr.

Svo ef einhver alvöru umræða skapast um sjóslys þá er reynt með öllum ráðum að þagga hana niður :-(

Auðvitað þarf að endurskoða reglur og fara yfir þann búnað sem nú er í notkun og staðsetningu hans á hinum ýmsu skipstærðum.

Ég veit að það er lélegur sleppibúnaður í smábátum sem virkar ekki eins og hann á að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, það er furðulegt hvað kerfið hér á landi er dofið gagnvart mannslífum til sjós! Það er ekki nóg að hafa öll slysin til sönnunar um mikilvægi sleppibúnaðins!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.9.2017 kl. 12:41

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, það sem vantar er almenn umræða í helst öllum fjölmiðlum um þessi mál. Í dag er reynt að þagga niður umræðu þegar slys verða og fjölmiðlafólk hefur sagt mér að það sé mjög erfitt að fá upplýsingar t.d. hjá Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þessvegna er erfitt fyrir blaðamenn að ræða þessi mál að einhverju viti. 

Það eru því miður mikilsmetnir menn í áhrifastöðum sem eru á móti þessum öryggisbúnað. 

Kær kveðja minn kæri vinur

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.9.2017 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband