Nýr formaður Sjómannadagsráðs

Nyr form. sjóNýr formaður Sjómannadagsráðs – Hálfdan Henrýsson 

May 12, 2017 | Fréttir frá Sjómannadagsráði Reykjavíkur og og Hafnafjarðar:

Aðalfundur Sjómannadagsráðs fór fram fimmtudaginn 11. maí s.l. Þar bar helst til tíðinda að að kosið var um nýjan formann stjórnar, en Guðmundur Hallvarðsson, sem verið hefur formaður stjórnar ráðsins frá árinu 1993 gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Guðmundur kom fyrst inn í starfsemi Sjómannadagsráðs 1970.

Árið 1984 tók hann sæti í stjórn Sjómannadagsráðs og hefur hann verið formaður Sjómannadagsráðs s.l. 24 ár. Nýr formaður var kjörinn Hálfdan Henrýsson. Hálfdan kom einnig inn í stjórnina árið 1993 og hefur gengt þar stöðum ritara, gjaldkera og nú síðast varaformanns.

Guðmundur hefur haft mikil áhrif á starfsemi Sjómannadagsráðs á þessa langa og farsæla ferli. Mjög margt hefur breyst og hefur starfsemin vaxið og dafnað svo um munar. Starfsemi Sjómannadagsráðs telst til stærrri fyrirtækja landsins í dag og er Hrafnista stærsti veitandi af öldrunarþjónustu á Íslandi.

Guðmundi eru þökkuð góð störf í þágu félagsins og óskum honum allra heilla í framtíðinni. Háldan bjóðum við hjartanlega velkominn í formannsstólinn og ósku honum velfarnaðar í nýju starfi.

Til hamingu með formannsstarfið Hálfdán Henrýsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hálfdan Henrýsson er frábær maður, þekkir öll þessi mál, sjómannskjörin jafnt sem hin viðamiklu rekstrarmál Hrafnistu-heimilanna, nánast eins og handarbakið á sér, og er að auki skemmtilega félagslyndur, hlýr og gestrisinn, og gangi honum allt í haginn í starfinu. Guðmundi bið ég að heilsa og jafnvel þér óséðum, Sigmar! smile

Jón Valur Jensson, 29.5.2017 kl. 01:41

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Tek undir það Jón Valur að Hálfdán er drengur góður, ég þekki hann vel, vann með honum á Siglingastofnun í mörg ár. Þess vegna setti ég nú þessa mynd af þeim Guðmundi og Hálfdán og meðfylgjandi frétt á bloggið mitt.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.5.2017 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband