14.12.2016 | 13:19
Jólakveðja til bloggvina
Jólin 2016.
Kæru bloggvinir og allir þeir sem heimsækja þessa síðu mína nafar blogg.
Sendi mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár
með þökk fyrir ánæjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Þetta fallega ljóð eftir Hákon Aðalsteinsson á vel við góða jólakveðju.
Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
Þá veitist þér andlegur styrkur.
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
Þá eyðist þitt skammdegis myrkur.
Það ljós hefur tindrað um aldir og ár
yljað um dali og voga.
Þó kertið sé lítið og kveikurinn smár
mun kærleikur fylgja þeim loga.
Höf. Hákon Aðalsteinsson
Hátíðarkveðjur
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Athugasemdir
Sömuleiðis, Sigmar og þakka sérstaklega ánægjuleg samskipti og vonandi látum við verða af því að hittast og fá okkur kaffisopa. Viltu skila kveðju til hans Guðjóns Ármanns frá mér?
Jóhann Elíasson, 14.12.2016 kl. 14:18
Heill og sæll Jóhann og þakka þér sömu leiðis ánæjuleg sanmskipti, já ég hef oft hugsað um það að gaman væri að hittasat eins og við vorum búnir að tala um. Við látum verða af því á nýju ári.
Ég skal skila kveðju til Guðjóns Ármanns, ég er í góðu sambandi við hann.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.12.2016 kl. 14:49
Sæll Sigmar, ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og þakka þér samskiptin á árinu sem er að líða.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.12.2016 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.