Fróðlegt erindi Illuga Jökulsonar

maxresdefault[1]Í dag fór ég og hlustaði á fróðlegt erindi Illuga Jökulssonar er hann flutti í Víkinni sjóminjasafni.

Horfðu á mennina farast.

Fyrir 110 árum horfðu fjölmargir Reykvíkingar upp á tuttugu skipverja farast í aftakaveðri milli lands og Viðeyjar án þess að fá að gert. Illugi Jökulsson kann þá sögu, og hefur skrifað um hana í bók er nefnist: Háski í hafi.

Þarna kom meðal annars fram að ef línubyssur hefðu verið til í landinu á þessum tíma hefði liklega þessum mönnum öllum verið bjargað.

Þetta er frábært framtak Sjóminjasafnsins að fá menn til að ræða þessi sjóslys sem urðu hér á árum áður. Fundarsalur var fullur af áhugasömu fólki sem hlustaði með athygli á frásögn Illuga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband