RÚV Kastljós. Handsylgjur við gúmmíbjörgunarbáta

RÚV Kastljós. Handsylgjur við Gúmmíbjörgunarbáta.

RUV Kastljós hefur sýnt öryggismálum sjómanna mikinn áhuga á síðustu mánuðum, sérstaklega slysinu á mb. Jóni Hákoni BA 60. Síðast tók Kastljósið fyrir handsylgjur og festingar gúmmíbjörgunarbáta, sem var þörf ábending og má þakka Helga Seljan fyrir að vekja menn til umhugsunar um þessi mál. Birtar voru myndir af sylgjum sem voru vafðar fastar með plastböndum og síðan sett yfir drag plastbönd svo ekki var möguleiki að opna sylgjuna og losa gúmmíbátinn á neyðarstundu nema hafa við hendina beittan hníf eða klippur. Þetta var við svonefndan KN búnað sem er mikið notaður á farþegaskip og minni báta sem ekki eru skyldaðir til að vera með losunar og sjósetningarbúnað. Þeir sjómenn sem ganga þannig frá öryggisbúnaði á skipi sínu, reikna ekki með að þurfa að nota hann.

IMG_0819IMG_0832

Það sem mig langaði að benda á, er að einnig var sýnd sylgja sem var bara með einu plastdragbandi og þá var einnig rætt um að ekki mætti setja teipband á sylgjurnar. Sem gamalreyndur skipaskoðunarmaður vil ég upplýsa að það hefur verið leyft að setja einn eða tvo vafninga af teypi og eða eitt dragplastband ef sjómenn hafa talið það nauðsynlegt.

IMG_0841Sjálfur hef ég prófað að opna sylgjur þannig frágegnar og það var lítið mál að slíta bæði teipið og eða bandið ef það er rétt sett á sylgjuna. Sjómenn hafa gert þetta vegna þess að sylgjur eiga það til að opnast ef sjór kemst að þeim og skipstjórnarmenn á farþega bátum hafa verið hræddir við að farþegar opni sylgjur í ógáti, þess vegna hafa þeir viljað hafa þetta öryggi á sylgjunum.

Mig langar að segja hér frá tilraun með handsylgjur sem gerðar voru á vegum Siglingastofnunar Íslands í júní 2008.

Prófanir á handsylgjum fyrir gúmmíbjörgunarbáta. Prófanir voru gerðar á handsylgjum sem ætlaðar eru fyrir gúmmíbáta minni skipa. Tvær af þrem sylgjum sem notaðar voru í tilrauninni voru með viðurkenningar, önnur frá Vélaverkstæðinu þór ehf notað við Sigmundbúnað hún er úr járni og hin frá Ístek notuð við Olsenbúnað, hún er gerð úr áli. Þriðja sylgjan var af gerðinni Hammar hún er úr járni og splittuð við svokallaðan Hammar sjálfvirkan losunarbúnað. Tilraunin var gerð í frystiklefa hjá fyrirtækinu Hamrafell. Þessum sylgjum var öllum fest á bretti og þannig komið fyrir að líkt var eftir því hvernig gengið er frá þeim við gúmmíbjörgunarbáta. (sjá myndir)

Lýsing á tilraun. Brettinu var síðan komið fyrir í frystiklefa og sylgjurnar látnar kólna í einn klukkutíma, þá var byrjað að úða yfir sylgjurnar vatni með sérstökum úðabrúsa. Reynt var að setja jafnt magn af vatni á hverja sylgju fyrir sig í hvert skipti sem úðað var IMG_0840þannig að ísing væri sem jöfnust.

Greinilegt var að á eldri sylgjur kom minni ísing til að byrja með, það var eins og vatnið toldi illa á þeim, aftur á móti byrjaði strax að hlaðast ísing á nýju Hammar sylgjuna og virtist það vera vegna þess að bandið sem fylgir Hammar losunarbúnaðinum og liggur með sylgunni báðu meginn virðist taka mun meira í sig raka og þar með ísingu. Þegar komin var nokkra mm ísing á allar sylgjurnar fór ísing að koma jafnar á þær. Í fimm daga fór ég nokkrum sinnum á dag til að úða yfir sylgjurnar og þann 11. júní þótti kominn nægur ís á þær til að prófa að losa þær.

Prófun framkvæmd. 1. Sylgja frá Vélaverkstæðinu Þór var fyrst prófuð og gekk vel að opna var lítil fyrirstaða þar sem ís brotnaði við átakið.

2. Sylgja frá Ístek var næst prófuð og gekk einnig vel að opna hana var lítil fyrirstaða þar sem ís brotnaði við átakið.

3. Þá var reynt að opna Hammar sylguna en til að geta gert það þurfti fyrst að ná úr splitti sem heldur henni saman, það reyndist ekki hægt að ná því úr þar sem það var ísað og gulur plast borði sem vísar á splittið slitnaði þegar tekið var í hann. Reynt var að brjóta ísin með höndum en tókst ekki. Þá var notaður barefli til að brjóta ísinn frá splittinu og náðist þá splittið úr. Þá var reynt að opna sylgjuna með eins miklu átaki og hægt var en hún reyndist frosin föst.

Ekki reyndist unt að opna sylgu fyrr en búið var að brjóta ísin af henni með barefli. Það er því ljóst að Hammarsylgjan þolir ekki ísingu eins og hinar sylgjurnar.

4. Eftir þessar prófanir var þykkt á ís mældur og mældist 10 til 14 mm. Þó var á einstaka stöðum meiri þykkt sem safnast hafði á sylgjurnar. Nokkrar myndir voru teknar á meðan á tilraunum stóð og fylgja þær þessari skýrslu. Við lokaprófun voru viðstaddir: Árni Friðriksson deildarstjóri SÍ og undirritaður.

Kópavogi 11. júní 2008

Sigmar Þór Sveinbjörnsson skipaskoðunarmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband