Jákvæð og góð frétt

Þetta er góð og jákvæð frétt að nú skuli vera ákveðið að ná mb. Jóni Hákoni upp. Vonandi gengur vel að ná bátnum upp af hafsbotni þannig að hægt verði að gera nauðsynlegar rannsóknir á bát og búnaði hans.

Það er furðulegt að ekki skuli vera búið að halda sjópróf í svo alvarlegu sjóslysi.         Hvað ætli valdi því að sjópróf er ekki haldið ?

 


mbl.is Stefnt að björgun bátsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að það væri skylda, að halda sjópróf, "svo flótt sem auðið er" eftir slíkan atburð.

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 24.2.2016 kl. 13:30

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Takk fyrir innlitið Þorsteinn, hér er úrdráttur ú Siglingalögum, engin af þeim sem hér fyrir neðan eru taldir upp hafa áhuga á að halda sjópróf í þessu máli, hvers vegna er mér ráðgáta.

Siglingalög  XIII. kafli. Um sjópróf o.fl.
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 219. gr. …1)
   
1)L. 69/2000, 1. gr. 
http://www.althingi.is/lagas/sk.jpg 220. gr. [Sjópróf fyrir héraðsdómi skal haldið ef [Samgöngustofa],1) [rannsóknarnefnd samgönguslysa],2) eigandi, útgerðarmaður, leigutaki skips eða skipstjóri fyrir þeirra hönd, farmeigandi eða vátryggjandi skips, áhafnar, farþega eða farms eða lögreglustjóri, yfirvélstjóri, meiri hluti skipshafnar eða stéttarfélög viðkomandi sjómanna óska þess sérstaklega. Nú hlýst tjón af siglingu skips eða útgerð skips og getur þá tjónþoli á sama hátt óskað eftir sjóprófi.]3)
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpg [Samgöngustofa]1) eða [rannsóknarnefnd samgönguslysa]2) geta auk þess krafist þess að sjópróf séu haldin vegna slysa sem verða á erlendum skipum ef slys verður í íslenskri [efnahagslögsögu, sbr. 3. gr. laga nr. 41/1979],3) enda komi skipið eða áhöfn þess í íslenska höfn. Skal þá [því ráðuneyti er fer með samskipti við erlend ríki]4) gert viðvart um fyrirhugað sjópróf.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.2.2016 kl. 14:12

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

 Á að vera: Hvers vegna ekki er haldið sjópróf í þessu slysi er mér ráðgáta.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.2.2016 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband