12.1.2016 | 23:53
Heilræði Unu Jónsdóttur skáldkonu
Þetta er úr eldgömlu Bliki
Drykkjumaður bað Unu Jónsdóttir eitt sinn að senda sér vísu sem hún gerði.
Vísuna kallaði hún Heilræði.
Heilræði
Hættu að drekka að heimsins lyst,
hvað sem að þér gengur.
Í þann hópinn ertu víst,
alltof góður drengur.
Það er versta þjóðarböl,-
þar um vil ég ræða,
verndi þig frá vínsins kvöl
voldugur faðir hæða.
Una Jónsdóttir skáldkona.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.