31.12.2015 | 15:06
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir
Með þessari fallegu mynd af minni gömlu góðu Illugagötu sem Heiðar Egilsson tók á gamlárskvöld fyrir einhverjum árum sendi ég öllum vinum og vandamönnum ásat öllum þeim sem heimsótt hafa nafar bloggið mitt góðar óskir um gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það gamla. Það er á þessum stundum sem maður minnist þess hvað gaman var að vera í Eyjum að fylgjast með og stundum að taka þátt í flugeldafjörinu á Illugagötu með Bedda og Vitta. Og hvergi er skemmtilegra að vera á þrettándanum en í Vestmannaeyjum Áramótakveðjur SÞS
Athugasemdir
Sæll Sigmar, það er nú alltaf mikið fjör á Illugagötunni á gamlárskvöld.
Mig langar að óska þér og þínum gleðilegs nýs árs, með von um að þið hafið það gott nú sem engdra nær.
Helgi Þór Gunnarsson, 31.12.2015 kl. 15:33
Heill og sæll Helgi Þór, já það var og er sjálfsagt gaman á Illugagötunni :-)maður saknar þess á þessum tíma.
Sömu leiðis óska ég þér og þínum gleðilegs árs og þakka þér allt gamalt og gott, ekki hvað síst heimsóknir hér á nafar blogg síðuna mina og góðar og jákvæðar athugasemdir. Vonandi eigum við áfram góð samskipti hér á blogginu á nýju ári.
Eigið þið góð áramót og hafið það alltaf sem best á nýju ári.
Kær kveðja frá okkur hér í Hafnarfirði.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.12.2015 kl. 15:42
Sömuleiðis Sigmar minn og þakka þér virkilega góð samskipti á árinu sem er að líða og vonandi hittumst við líka á nýju ári. Viltu skila kveðju til hans Ármanns frá mérmeð ósk um gleðiríkt ár.
Jóhann Elíasson, 31.12.2015 kl. 16:33
Sömu leiðis Jóhann minn, takk fyrir góð samskipti á liðnu ári og við skulum stefna að því að hittast á nýju ári. Ég skal koma kveðjunni til Guðjóns Ármanns. Eigðu góð áramót og hafðu það allat sem best.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.12.2015 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.