18.11.2015 | 13:13
Að huga ekki að náungans högum.
Að huga ekki að náungans högum
né hlusta eftir illgjörnum sögum
lýsir áhugaskorti
á íslensu sporti
og ætti að bannast með lögum.
Það er barnafólk suður á Bökkum
uppi á Brekku er allt fullt af krökkum,
en niðri á Eyri
er auðlegðin meiri
og ófrjóvgi tekið með þökkum.
Veistu af hverju ég er svona sprækur
og andi minn tær eins og lækur
og hugsunin klár
eftir öll þessi ár?
Það er af því ég les ekki bækur
þessar limrur eru eftir jóhann S. Hannesson og eru úr hverinu HLYMREK Á SEXTUGU
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.