Þetta eru góðar fréttir

Jón Hákon BaNú hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa komist að þeirri niðurstöðu sem þeir vissu reyndar fyrir að það sé nauðsynlegt að reyna að ná Jóni Hákoni BA 60 upp af hafsbotni.  Þetta er nauðsynlegt til að geta rannsakað bæði skipið og búnað þess og fengið úr því skorið hvað hafi valdið slysinu og hvers vegna losunar- og sjósetningarbúnaður gúmmíbjörgunarbátsins virkaði ekki. Vonandi gengur vel að ná skipinu upp á yfirborð sjávar.


mbl.is Reyna að ná Jóni af hafsbotni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kannski verður þetta til þess að sjóslys verði rannsökuð eins og á að gera og ekki verði farið alfarið eftir fjárhagslegum hagsmunum við rannsókn þeirra, en ég er hræddur um að svo hafi verið alltof lengi.

Jóhann Elíasson, 16.11.2015 kl. 19:44

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Já það er rétt hjá þér Jóhann, það hefur ekki verið vandað til rannsókna á sjóslysum síðustu árin. Núna hefur verið mikill þrýstingur á Ransóknarnefndina að vanda til þessara rannsóknar þegar Jón Hákon fórst.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað kemur út úr þessari rannsókn nefndarinnar.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.11.2015 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband