Staðsetning skiptir máli

 

 

Staðsetning og frágangur á gúmmíbjörgunarbátum skiptir máli. Sjómenn og áhugamenn um öryggismál sjómanna þurfa að hafa tækifæri til þess að ræða þau sjóslys sem verða og um þann öryggisbúnað sem þeir þurfa kannski að nota og hefur verið til umræðu í fjölmiðlum síðustu daga. Frágangur og staðsetning gúmmíbjörgunarbáta er eitt af mikilvægustu verkefnum sem skipaskoðunarmenn og Samgöngustofa eiga að sinna, því miður ættu gúmmíbjörgunarbátar í mörgum tilfellum að vera miklu betur staðsettir miðað við mögulegt notagildi þeirra, þó þeir uppfylli núverandi reglugerð. Sáralítil umræða hefur verið um öryggismál sjómanna síðustu árin með fáum undantekningum. Mikil umræða var í öllum fjölmiðlum um öryggismál sjómanna, eftir að togarinn Hallgrímur ÍS 077 fórst í aftakaveðri við Noreg í janúar 2012 og með honum 3 menn. Þá hefur mikil almenn umræða verið um Jón Hákon BA slysið sem vonandi á eftir að verða til þess að skipið verði tekið upp og skoðað ásamt búnaði þess. Svona slys vekja oft upp sterka umræðu í öllu þjóðfélaginu, sérstaklega þegar ítarleg og upplýsandi viðtöl eru höfð við skipbrotsmenn, eins og viðtalið við Eirík sem einn komst lífs af er Hallgrímur fórst, og gott viðtal við Þröst Leó Gunnarsson sem var einn af skipverjum Jóns Hákon þegar hann fórst. Það verður að virkja áhuga almennings á öryggismálum sjómanna meðan málið er til umræðu, og kynna það sem hefur verið gert og hægt er að gera til að bæta öryggi sjómanna. Hér eru atriði sem skipta miklu máli þegar sjóslys verða, hvernig gúmmíbjörgunarbátar og búnaður þeirra er staðsettur:

eiginh128

eiginh132Víking 005

Myndirnar sýna hvernig Sigmud losunar og sjósetningar- búnaður er hugsaður og rétt staðsettur um borð í skipi. Sama útfærsla á Olsenbúnaði var einnig framleiddur og er í mörgum tilfellum eins staðsettur.

Böyles lögmálið IIIGlæra 20 Boyles lögmálið.

Á þessari mynd sést vel hve loft þjappast mikið saman miðað við dýpi. Þessi mynd skýrir vel hvers vegna það er svo mikilvægt að gúmmíbátur byrji strax að blásast upp við sjósetningu ( sé gálgatengdur). Ef hann nær að sökkva með skipinu niður á vist dýpi þá nær hann ekki að slíta sig lausan, nema hann sé með veikan hlekk. Og ef hann er með veikan hlekk þá slitnar gúmmíbáturinn strax frá og fýkur út í veður og vind engum til gagns. Þetta hefur marg oft gerst þegar fragtskip eru að farast. Þess vegna má aldrei vera veikur hlekkur á fangalínu Gúmmíbjörgunarbáts sem er í losunar og sjósetningarbúnaði.

Hér fyrir neðan sést hvað loft minkar að ummáli þegar það kemur niður á mismunandi dýpi. Hugsum okkur að loftið sé í gúmmíbjörgunarbát.

Á yfirborði við 1 bar þrýsting er rúmmál loftsins 12 lítrar

Á 10 m dýpi við 2 bar þrýsting er rúmmál loftsins 6  -

Á 20 m dýpi við 3 bar þrýsting er rúmmál loftsins 4 -

Á 30 m dýpi við 4 bar þrýsting er rúmmál loftsins 3 -

Á 40 m dýpi við 5 bar þrýsting er rúmmál loftsins 2,4 -

Á 50 m dýpi við 6 bar þrýsting er rúmmál loftsins 2,0 -

Á þessu sést hvað gúmmíbjörgunarbátur hefur lítin séns að slitna frá skipinu ef hann nær að sökkva með skipinu niður á mikið dýpi. Hann verður því að opnast sem næst á yfirborðinu eins og ætlast er til með gálgatengingunni.

Losunar- og sjósetningarbúnaðurinn Það var 24. febrúar 1981 sem fyrsti Sigmundsgálginn var settur í fiskiskip. Með losunar- og sjósetningarbúnaði Sigmunds varð mikil framför með því að geta skotið út gúmmíbjörgunarbát án þess að þurfa að klöngrast upp á stýrishús eða á aðra staði þar sem gúmmíbjörgunarbátar eru geymdir.

Fljótlega kom á markað Ólsen losunar- og sjósetningarbúnaður og nokkru síðar búnaður sem heitir Varðeldur en allir þrír eru viðurkenndir í dag. Losunar- og sjósetningarbúnað er skylt að hafa á öllum fiskiskipum yfir 15 metra. Hann sjósetur gúmmíbátinn og blæs hann upp um leið. Þetta gerist annað hvort sjálfvirkt á vissu dýpi, ef sjómenn hafa ekki haft tíma til að sjósetja gúmmíbjörgunarbátinn. Eða honum er skotið handvirkt út. Handföng geta bæði verið inni í stýrishúsi, úti á dekki og við sjósetningarbúnaðinn sjálfan. Vitað er að sjósetningar- og losunarbúnaðurinn hefur bjargað mörgum tugum manna sem lent hafa í sjóslysum. Þetta er byggt á blaðagreinum, sjóprófum og viðtölum við sjómenn sem lent hafa í sjávarháska en þar hafa sjómenn sagt að ef umræddur búnaður hefði ekki verið um borð þá hefðu þeir ekki bjargast eða verið til frásagnar. Og hér nokkur dæmium fyrstu bjarganir:

Í janúar 1988 fórst vélbáturinn Bergþór KE, þrír menn björguðust en tveir fórust. Eftir slysið lýsir stýrimaðurinn í blaðagrein í Morgunblaðinu frá því þegar hann og skipstjórinn taka í handfangið og skjóta gúmmíbátnum út með gálganum. Einnig segir hann að það hafi ráðið úrslitum fyrir þá sem björguðust að þeir hafi náð að skjóta bátnum út.

24. mars 1992 fórst vélbáturinn Ársæll Sigurðsson HF í innsiglingunni til Grindavíkur. Í blaðagrein í Morgunblaðinu þar sem talað er við Viðar Sæmundsson skipstjóra segir Viðar að óhappið hafi gerst svo hratt og óvænt að engin tími hafi gefist til að koma gúmmíbátnum á flot. Er Ársæll sökk opnaðist björgunarbáturinn sjálfkrafa á tveggja metra dýpi og flaut upp. Engum tókst að komast um borð í björgunarbátinn en þeim tókst að hanga utan í honum þar til hjálpin barst. Öll áhöfnin fimm menn björguðust í þessu slysi. Þarna virkaði sjálfvirki hluti búnaðarins og bjargaði mönnunum, myndband er til af slysinu.

Í desember 2001 fórst vélskipið Ófeigur VE. Í skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa segir að 8 skipverjar af 9 hafi bjargast í tvo gúmmíbjörgunarbáta sem losnuðu sjálfkrafa frá skipinu. Skipverjar höfðu ekki tíma til að sjósetja gúmmíbjörgunarbátana því svo snögglega fórst skipið sem var nýlegt.

Það er engin vafi á því að losunar og sjósetningarbúnaðurinn var og er bylting í öryggismálum sjómanna og má líkja þessum búnaði við það þegar gúmmíbátarnir komu í skipin. Sigmar Þór Sveinbjörnsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband