27.10.2015 | 14:23
Slæm frétt í Mogganum í gær
Frekari frestur til skoðunar
Þrýstingsmembrur í nánari athugun
Samgöngustofa hefur tilkynnt skoðunarstofum um frekari frest til að ljúka skoðun og prófunum á búnaði til sjósetningar björgunarbúnaðar. Prófanir á þr...
Björgunarbátur Þrýstingsmembrur eru hluti af losunarbúnaðinum.
Samgöngustofa hefur tilkynnt skoðunarstofum um frekari frest til að ljúka skoðun og prófunum á búnaði til sjósetningar björgunarbúnaðar.
Prófanir á þrýstingsmembrum sem eru hluti af losunarbúnaði björgunarbáta um borð í skipum bentu til að þær virkuðu ekki rétt. Unnið hefur verið að frekari prófunum í samvinnu við framleiðanda búnaðarins.
Þegar málið kom upp bannaði Samgöngustofa að þessar membrur yrðu endurnýjaðar í eldri búnaði, þótt búnaðurinn væri kominn á tíma. Sá frestur er runninn út og nú hefur verið gefinn nýr frestur til 22. nóvember. Beðið er skriflegrar prófunarskýrslu frá Nýsköpunarmiðstöð. helgi@mbl.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.