Lífsreglur

Ljóðið LÍFSREGLUR eru úr ljóðabókinni Erla HÉLUBLÓM sem gefin var úr í Reykjavík 1937 og er eftir Guðfinnu Þorssteinsdóttir.
Alla vega er mynd af henni á fyrstu síðu ljóðabókarinnar en skýrt kemur fram á fremstu síðu hver er kostnaðarmaður bókarinnar.
Ég hef skrifað ljóðið orðrétt upp úr ljóðabókinni.

Lífsreglur.

Vertu alltaf hress í huga,
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því að þér á herðar,
þyngri byrði´ ei varpað er
en þú hefur afl að bera.
Orka blundar næg í þér.

Grafðu jafnan sárar sorgir
sálar þinnar djúpi í.
Þótt þér bregðist besta voni,
brátt mun lifna önnur ný.
Reyndu svo að henni´ að hlynna,
hún þó svífi djarft og hátt.
Segðu aldrei: ,, Vonlaus vinna!“
Von um sigur ljær þér mátt.

Dæmdu vægt, þótt veffarandi
villtur hlaupi gönguskeið.
Réttu hönd sem hollur vinur,
honum beindu‘ á rétta leið.
Seinna, þegar þér við fætur
Þéttast mótgangs-élið fer,
mænir þú til leiðarljóssins,
ljóss, sem einhver réttir þér.

Dæmdu vægt um veikan bróðir
veraldar í ölduglaum‘,
þótt hans viljaþrek sé lamað,
þótt hann hrekist fyrir straum´,
Sálarstríð hans þú ei þekkir,
þér ei veizt hvað mæta kann,
þótt þú fastar þykist standa;
þú er veikur eins og hann.

Fyrr en harða fellir dóma,
fara skaltu´ í sjálfs þín barm.
Margur dregst með djúpar undir;
dylur margur sáran harm.
Dæmdu vægt þíns bróðir bresti;
breyzkum verður sitthvað á.
Mannúðlega´ og milda dóma
muntu sjálfur að kjósa´ að fá.

Þerraðu kinnar þess er grætur.
Þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.
Vertu sanngjarn. Vertu mildur.
Vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda og þraut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband