1.5.2015 | 15:35
Atvinnurekendur ekki í stjórn
Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um það að atvinnurekendur ættu ekki að vera í stjórn Lífeyrisjóða. Þeir eiga ekki lífeyrissjóðina og til hvers eru þeir þar í stjórn ? Þetta er eitt af því sem verkalýðsforustan ætti að berjast fyrir, að koma fulltrúm atvinnurekanda úr stjórnum lífeyrissjóða. Við viljum ekki að þeir séu að skipta sér af lífeyrissjóðum landsmanna.
Vill að lífeyrissjóðirnir skipti sér ekki af hlutafélögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er oft búinn að blogga um þetta en það er alveg sama menn vilja bara ekki skilja málið.ATVINNUREKENDUR BORGA EKKI KRÓNU Í LÍFEYRISSJÓÐINA, þvert á það sem þeir halda fram. MÓTFRAMLAGIÐ ER HLUTI AF LAUNAKJÖRUM VIÐKOMANDI LAUNÞEGA OG HEFUR ALLTAF VERIÐ.því er það alveg á tæru að atvinnurekendur eiga ekkert erindi inn í lífeyrissjóðina. En í krafti þessa "mótframlags" hafa þeir logið sig inn í stjórnir sjóðanna og það sem meira er þeir hafa tekið til sín stjórnarformennskuna. Og þetta hefur verkalýðsforystan látið yfir sig ganga án þess að hreyfa litlafingur.............
Jóhann Elíasson, 1.5.2015 kl. 16:06
Já Jóhann ég veit að þú ert búinn að blogga um þetta, ég er sammála þessu sem þú skrifar hérna. Merkilegt að ekki skuli vera meiri harka í að koma fulltrúum atvinnurekenda út úr stjórnum lífeyrissjóðanna.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.5.2015 kl. 16:53
Auðvitað eiga atvinnurekendur ekki að vera í stjórnum lífeyrissjóða, en löggjafinn hefur búið svo um hnútanna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2015 kl. 17:11
Já Axel Jóhann, en það þarf að breyta lögunum. Það er ekkert réttlæti í þessu.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.5.2015 kl. 17:56
Um þetta var samið. En vilji menn að vinnuveitendur gangi úr stjórnum þá taka þeir þá viðbótargreiðslu sem kom með stjórnarsetunni með sér. Stjórnarsæti var forsendan fyrir því að vinnuveitendur féllust á mótframlagið. Framlag vinnuveitenda fer því með vinnuveitendum verði ekki samið um annað.
Vagn (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 12:54
Vagn, þessar svokölluðu "viðbótargreiðslur" geta atvinnurekendur ekki tekið með sér ef þeir ganga úr stjórnum lífeyrissjóðanna, því þessar "viðbótargreiðslur" sem þú kallar mótframlagið. eru hluti kjarasamninga. Þannig er mál með vexti að atvinnurekendur töldu sig ekki geta farið út í BEINAR launahækkanir (er þetta eitthvað kunnuglegt?), þá var sæst á þetta mótframlag. Stjórnarseta í lífeyrissjóðum var aldrei forsenda fyrir því að mótframlagið var samþykkt og Vagn þú ættir að benda á það máli þínu til stuðnings... Þannig að það sem þú segir þarna Vagn er tómt bull og á sér enga stoð í raunveruleikanum..............
Jóhann Elíasson, 2.5.2015 kl. 21:32
Pétur Blöndal hefur af og til lagt fram frumvarp til að breyta lögum þannig að sjóðsfélagar kjósi stjórn. Því hafa bæði atvinnu- og verkalýðsrekendur verið harðlega á móti (ásamt fylgitunglum á Alþingi) því þá missa þeir völdin.
ls (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.