13.4.2015 | 17:14
Fer öryggi sjómanna minkandi
Myndir teknar í gær á bryggjurúnt.
Á annari myndinni sést að það vantar arminn á öryggislokann við línuspilið, á mynd 1 er armurinn öfugur og hefur því ekkert að segja sem öryggi.
Þriðja myndin synir Gúmmíbjörgunarbát öfugan og næstum upp á rönd í losunar og sjósetningarbúnaði. Þetta er einkavæðingin á skipaskoðun, merkilegt að mennirnir á þessum skipum skuli ekki sjá þetta, búnir að fara í Slysavarnarskólann og eiga að vita hvernig þessi búnaður á að vera og virkar. þá eiga skipaskoðunarmennirir auðvitað að gera athugasemdir á svo nauðsynlegan öryggisbúnað sem hefur bjargað tugum sjómanna frá alvarlegum slysum.
Athugasemdir
Sæll Simmi. Það er nú frekar dapurt að sjá þessar myndir, hvort það hafi eitthvað veð einkavæðingu að gera er bara bull og tek ég ekki undir það.Ég færði það í tal við strákana á Víking VE farþegaskip en Siglingastofnun var að taka bátinn út, þar voru björgunarbátar allt of reistir en látið óáreitt ekki var einkavæðingin þar við úttekt. Það er ekki okkar hagur hjá einkavæðingunni að horfa fram hjá hlutunum við skoðun skipa. Sem betur fer upplifi ég hlutina þannig við skoðun að sjómennirnir vilja hafa allt samkvæmt ritualinu því þetta er þeirra líf.Með vinsemd og virðingu og Kv. frá Eyjum Leifur í Gerði
Leifur (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.