Minnig um mann Sigurð Bjarnason Skipstjóra

images[1]Minning um mann. Sigurður Bjarnason skipstjóri. Hann var fæddur í Hlaðbæ, Vestmannaeyjum þann 14. nóvember 1905 og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Ungur vandist hann ýmsum störfum við útgerð og búskap föður síns og 16 ára byrjaði hann sjómennsku hjá útgerð föður síns. Stýrimannaprófi lauk hann 1925 og á næstu vertíð 1926 byrjaði hann skipstjórn á mb. Hjálpara VE 232, sem var rúm 13 tonn að stærð. Árið 1927 kaupir Sigurður, ásamt þremur félögum sínum, glæsilegan og vandaðan bát, Rap VE 14 frá Noregi. Báturinn var 18,3 tonn að stærð með 29 hestafla Rapvél og fullkominni raflýsingu. Haustið 1928 fengu þeir félagar sér nýbyggðann bát frá Svíþjóð , Fylkir VE 14 báturinn var 42 tonn að stærð með 100 hestafla tveggja strokka Skandíavél. Um 1930 var Fylkir ein stærsti og glæsilegasti bátur Eyjaflotans. En vegna heimskreppunnar varð fiskur verðlaus og þeir félagar urðu að láta þennan bát frá sér. Næstu vertíðir er sigurður formaður á eftirtöldum bátum: Stakkárfossi VE 245, Gullfoss VE 184. Vertíðina 1935 var sigurður fiskikóngur Eyjanna; þá vertíð var hann formaður á Frigg VE 316 sem þá var nýr bátur, um 22 tonn að stærð. Eftir þessa vertíð gerðist Sigurður útgerðarmaður á ný og var það til dauðadags. Skipstjóri var hann í 43 ár eða til ársins 1969. Eftirtalda báta átti Sigurður Bjarnason á þessum árum: Björgvin VE sem var 35 tonn, Kára VE sem var 27 tonn, ( síðar Halkion), Kára II. VE 47, 65 tonna bát, Björn riddara VE 127, hann var 53 tonn, og Sigurð Gísla VE 127 sem hann átti með Jóhanni syni sínum. Á síldarárunum fyrir Norðurlandi var Sigurður umtalaður aflamaður og þá skipstjóri og nótabassi á sínum eigin bátum. Sumarið 1944 aflaði hann 15000 mál síldar á Kara VE 27 sem var einstætt mokfiskirí. Sigurður í Svanhól var skýrleiksmaður, Siggi Svalhólléttlindur og þrekmikill sem ætíð horfði bjartsýnn fram á veginn og lét ekki bugast þó gæfi á bátinn.

Ég er viss um að Sigurður Bjarnason hafi verið öðlingur og góðhjartaður maður sem fann til með þeim sem áttu í erfiðleikum og þeir voru örugglega margir á hans tíð. Ég segi þetta vegna þess að þegar ég var að vinna grein um ömmu mína Þórunni Sveinsdóttir frá Byggðarenda en hún missti mann sinn Matthías Gíslason skipstjóra á Ara VE sem fórst 24 janúar 1930 með allri áhöfn, þá kom nafn Sigurðar Bjarnasonar við sögu. Þarna varð hún einstæð móðir með fimm börn á framfæri sem var ekki auðvelt á þessum tíma, en það voru menn og örugglega konur sem komu til hjálpar. Í umræddri grein um ömmu mína skrifaði ég undirritaður eftir að hafa fengið upplýsingar um nokkra þá sem höfðu hjálpað henni í hennar miklu neyð:

"En það voru fleiri góðir menn sem réttu fjölskyldunni á Byggðarenda hjálparhönd. Sigurður Bjarnason í Svanhól var formaður á bát í Eyjum . Hann bauðst til að fara með línustubb fyrir Þórunni og fékk hún fiskinn sem á hann kom, og er haft eftir Óskari Matthíassyni að Sigurður hafi bæði skaffað línustubbinn og beituna, en Þórunn og elstu strákarnir hennar beittu. Ekki er vitað hvað þetta voru margir krókar, en stubbar voru oft 120 til 200 krókar. Eitt sinn tapaðist stubburinn en samt fékk Þórunn 8 fiska af stubbnum. Svona reyndist Sigurður Þórunni vel á erfiðum tímum".

Kona Sigurður Bjarnasonar var Þordís Guðjónsdóttir frá Kirkjubæ. Þau eignuðust fimm börn. Sigurður varð bráðkvaddur í Reykjavík 4. október 1970.

Blessuð sé minning hans.

Heimildir Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970 og 2006.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband