Minning um mann. Ólafur G. Vestmann sjómaður.

show_image[1]Minning um mann.

Ólafur G. Vestmann var fæddur í Vestmannaeyjum 25. desember 1906 þar sem hann ólst upp í Háagarði til 12 ára aldurs. Ólafur flyst þá að Vallartúni undir Eyjafjöllum og er þar í 10 ár, en flyst þá aftur til Eyja og byrjar sjómennsku á mb. Happasæl , með Eyjólf í Laugadal.

Síðan ræðst Ólafur á mb. Ísleif VE 63 til Ársæls Sveinssonar á Fögrubrekku. Á Ísleifi VE er Ólafur meira en helming af sinni sjómannsævi, eða rúm 20 ár, með sjö formönnum, lengst með Andrési Einarsyni eða níu vertíðir. Þá var Ólafur lengi með Einari Runólfssyni fyrst á Ísleifi en síðar á MB. Hilmi VE. Hann var á sinni sjómannstíð ýmist háseti eða matsveinn bæði á bátum sem gerðir voru út frá Eyjum og einnig á Síldveiðum fyrir Norðurlandi.

Þá er gaman að geta þess hér að Ólafur var fyrsti maður sem varð áhorfandi að neðansjávar eldgosinu sem skapaði Surtsey. Var hann þá matsveinn á Ísleifi II. VE 36 og stóð baujuvaktina og andæfði við endabaujuna skammt frá þar sem neðansjáfargosið kom upp, og vildu því margir láta eyna heita Ólafsey, en aðrir Kokksey til minningar um þennan atburð.

Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979 skrifaði Árni Guðmundsson frá Eiðum grein er hann nemdi : Þegar Surtsey reis úr sæ. Þar segir m.a. í kafla sem hann nefnir Sögulegur línuróður: " Að því er mig minnir um tvöleitið, aðfaranótt 14. nóvember var haldið í róður í NV kalda, skyldi nú reyna ný mið og var haldið einskipa vestur úr SurtseyjargosiðSmáeyjasundi og stefna sett vestur af Geirfuglaskeri. Er lokið var við að leggja kl. um hálf sex um morguninn, var safnast saman í lúkarnum og rent úr kaffikönnu og skipst á fréttum. Ekki var setið lengi, því séð var fram á stutta legu, en baujuvaktina annaðist Ólafur Vestmann, matsveinn.

Þegar ég kom upp á dekk eftir að hafa drukkið kaffið fann ég einkennilega lykt, er ég hugði vera af slagvatni frá austurdælu, en það hefur auðvitað verið brennisteinsfnykur, þó ég áttaði mig ekki á því þá. Ég hélt því áfram aftur í káetu , þar sem ég svaf og stakk mér aftur í kojuna".

Í fyrrnefndri grein lýsir Árni á Eiðum svo fyrstu tímum Surtseyjagossins eftir að Ólafur hafði séð gosstrókinn koma upp úr hafinu fyrstur manna, en ekki verður sú saga nánar sögð hér.

Ólafur Vestmann hætti sjómennsku haustið 1967. Á síðustu sjómannsárum sínum var hann heiðraður nokkra sjómannadaga sem elsti starfandi sjómaður Eyjaflotans. Ólafur vann alla ævi hörðum höndum . Hann var þrekmikill dugnaðarmaður, á meðan heilsa hans leyfði , en síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar. Ólafur varð bráðkvaddur að heimili sínu þann 15. apríl 1970 Hann var kvæntur Þorbjörgu Guðmundsdóttir .

SÞS

Heimildir : Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970 Minningargrein Eyjólfur Gíslason og Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979 grein Árni á Eiðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband