Vísnaleikur

Vísnaleikur

 

Fléttum hróður, teflum taflið

teigum þráðinn snúna.

 

Botn fæst með því að sleppa fyrsta staf hvers orðs fyrir sig.

 

Léttum róður, eflum aflið

eigum ráðin núna.

 

Höfundur Ókunnur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég lærði þessa vísu svolítið öðru vísi og þó ég spekúleri ekki oft í höfundum vísna þá veit ég að þessi er efitr Svein frá Elívogum. Held að þetta sé bæði svokölluð afhending eins og þú nefnir og sléttubandavísa að auki.

Jóhannes úr Kötlum gerði þessa afhendingu:

Drósir ganga, dreyrinn niðar

drjúpa skúrir.

Sæmundur Bjarnason, 4.11.2014 kl. 12:57

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Takk kærlega fyrir þetta Sæmundur.

Þetta yrði þá :

Drósir ganga, drerinn niðar

drjúpa skúrir.

Rósir anga. reyrinn iðar

rjúpa kúrir.

Gaman að þessu Sæmundur 

kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.11.2014 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband