Myndir úr Sumarfríinu 2014

Sumarleyfi austurland 069

Á Vopnafirði dvöldum við í tvær nætur hjá Gísla, Hrund og fjölskyldu, þar áttum við góða daga og hef ég þegar sagt frá ferð okkur með þeim hjónum og Matta á Langanesið og Font. Það er fallegt á Vopnafirði ekki síst í góðu veðri eins og við fengum þar.

Sumarleyfi austurland 070

 Við Lögðum Hjólhýsinu á lóðina hjá Gísla og Hrund á Lónabraut 34. Þarna eru við ferðbúin með Hjólhýsið aftan í Rafinum.

Sumarleyfi austurland 067Sumarleyfi austurland 068
 
Gísli, Hrund og Kolla í eldhúsinu á Lónabraut 34
 
 
Sumarleyfi austurland 072Sumarleyfi austurland 074

Myndir teknar á leiðinni til Hornafjarðar, Fagridalur og Stöðvarfjörður þar sem við tókum bensín. Svona ferðalag um landið styrkir olíufélögin svo um munar :-) 

Sumarleyfi austurland 073Sumarleyfi austurland 076

 Stndum lentum við í rigningu og þoku á leiðinni til Hafnar í Hornafirði.

Sumarleyfi austurland 077Sumarleyfi austurland 078

Komin á Djúpavog þar sem við hittum Siggu og Guðmund á húsbílnum, stoppuðum þarna stutta stund hjá þeim, en héldum svo ferð áfram til Hornafjarðar.

Sumarleyfi austurland 079

Sumarleyfi austurland 080
 
 Myndirnar eru frá Djúpavogi
 
Sumarleyfi austurland 089Sumarleyfi austurland 095
 
Komin til Hafnar í Hornafirði, fengum gott stæði fyrir Hjólhýsið og bílin með góðu útsýni, en það er mjög falleg fjallasýn frá tjaldstæðinu á Höfn. Það má líka hiklaust mæla með þessu tjaldstæði, góð aðstaða og þjónusta á svæðinu. Stoppuðum þarna í tvær nætur.
 
Sumarleyfi austurland 097Sumarleyfi austurland 101
 
Minnismerki um sjómenn og sjósókn Hornfirðinga og Austfirðinga  stórt og myndarlegt minnismerki. 
 
Sumarleyfi austurland 102Sumarleyfi austurland 103
 
 Guðmundur með myndavélina og Sigga og Kolla með prjónana. En þau komu frá Djúpavogi og við vorum saman á tjaldstæðinu í sólarhring. Flott veður og Guðmundur vakti áhuga minn á fuglaskoðun.

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband