14.8.2014 | 00:13
Myndir úr Sumarfríinu 2014
Á Vopnafirði dvöldum við í tvær nætur hjá Gísla, Hrund og fjölskyldu, þar áttum við góða daga og hef ég þegar sagt frá ferð okkur með þeim hjónum og Matta á Langanesið og Font. Það er fallegt á Vopnafirði ekki síst í góðu veðri eins og við fengum þar.
Við Lögðum Hjólhýsinu á lóðina hjá Gísla og Hrund á Lónabraut 34. Þarna eru við ferðbúin með Hjólhýsið aftan í Rafinum.


Myndir teknar á leiðinni til Hornafjarðar, Fagridalur og Stöðvarfjörður þar sem við tókum bensín. Svona ferðalag um landið styrkir olíufélögin svo um munar :-)


Stndum lentum við í rigningu og þoku á leiðinni til Hafnar í Hornafirði.


Komin á Djúpavog þar sem við hittum Siggu og Guðmund á húsbílnum, stoppuðum þarna stutta stund hjá þeim, en héldum svo ferð áfram til Hornafjarðar.







Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.