Myndir teknar um borð í Hannes Lóðs fyrir margt löngu

Hannes lóðs

Þessar skemmtilegu sjóaramyndir eru allar teknar um borð í Hannesi Lóðs Stefán Einarsson á og tók myndirnar, hann gaf mér leyfi til að setja þær hér á bloggið mitt. 

 Björn Bergmundsson frá Nýborg að brýna á hverfisteini, skemmtileg mynd af kalli. Björn var fæddur 26.september 1914 hann lést 26. mars 1981.

 

Hannes lóðs (3) 

 Stefán Einarsson í aðgerð, þetta var fyrir tíð þvottakara og takið eftir lestarlúgunum :-)

 

Heimaey 15 

 Jón Bóndó í brúnni á toginu, ekki gott að vita á hvaða bleiðu þetta er ?

 

Hannes Lóðs (4) 

Þetta er sérstaklega skemmtileg mynd það sem setið er á lestalúgunni á Hannesi lóð og drukkið kaffi og hlustað á ferðaútvarp, þvílíkt tæki. Á myndinni eru t.f.v: Eiður Sævar Marínósson f. 30. ágúst 1939. Hann lést þar af slysförum 16. desember 2000. Sigurður Georgsson, Björn Bergmundsson og Magnús Sveinsson oft nefndur Maggi á Kletti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband