Miskunarleysið er ótrúlegt

Lömuð en kemst ekki frá Gaza

Maha er sjö ára. Hún er lömuð fyrir neðan háls. stækka

Maha er sjö ára. Hún er lömuð fyr­ir neðan háls. Skjá­skot af vef Sky-news

„Við sát­um heima þegar við heyrðum hljóðið. Við fór­um und­ir stig­ann og það var þar sem við slösuðumst.“ Þetta seg­ir Maha, sjö ára stúlka, frá Gaza sem er nú lömuð fyr­ir neðan háls. Hún syrg­ir einnig móður sína og syst­ur, en þær létu lífið í loft­árás sem gerð var á hús fjöl­skyld­unn­ar.

„Mér finnst eins og ég geti ekki gert neitt með lík­ama mín­um. Og þegar ég hreyfi mig, finn ég lík­amann ekki hreyf­ast,“ seg­ir Maha en í dag eru 22 dag­ar frá árás­inni.

Fjöl­skyld­an bíður nú eft­ir lækn­isaðstoð er­lend­is frá. Lækn­ar á þrem­ur sjúkra­hús­um vilja gera aðgerð á stúlk­unni, í Þýskalandi, Tyrklandi og í Banda­ríkj­un­um. Sjálf­boðaliði hef­ur einnig boðist til að greiða kostnaðinn við aðgerði.

Ekki lít­ur þó út fyr­ir að Maha kom­ist úr land­inu í bráð, en leyfi þarf frá Ísra­el svo hægt verði að flytja stúlk­una. 

Um­fjöll­un Sky-sjón­varps­stöðvar­inn­ar.


mbl.is Lömuð en kemst ekki frá Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband