11.8.2014 | 12:08
Miskunarleysið er ótrúlegt
Lömuð en kemst ekki frá Gaza
Við sátum heima þegar við heyrðum hljóðið. Við fórum undir stigann og það var þar sem við slösuðumst. Þetta segir Maha, sjö ára stúlka, frá Gaza sem er nú lömuð fyrir neðan háls. Hún syrgir einnig móður sína og systur, en þær létu lífið í loftárás sem gerð var á hús fjölskyldunnar.
Mér finnst eins og ég geti ekki gert neitt með líkama mínum. Og þegar ég hreyfi mig, finn ég líkamann ekki hreyfast, segir Maha en í dag eru 22 dagar frá árásinni.
Fjölskyldan bíður nú eftir læknisaðstoð erlendis frá. Læknar á þremur sjúkrahúsum vilja gera aðgerð á stúlkunni, í Þýskalandi, Tyrklandi og í Bandaríkjunum. Sjálfboðaliði hefur einnig boðist til að greiða kostnaðinn við aðgerði.
Ekki lítur þó út fyrir að Maha komist úr landinu í bráð, en leyfi þarf frá Ísrael svo hægt verði að flytja stúlkuna.
Lömuð en kemst ekki frá Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.