Skemmtileg bílferð að Fonti á Langanesi

lc5AUHcU7E3XLvSsnKQ-QFZtIgXSi4psQO2mx4WIroo

 Í júli s.l. fórum við Kolla skemmtilega ferð með Gísla okkar, Hrund og Matthísi út á Font á Langanesi og skoðuðum vitan og aðra skemmtilega staði á nesinu. Þarna erum við stödd við nýjan útsýnispall sem skemmtilegt er að far út á og taka myndir og skoða fuglalífið í berginu og drang sem er þarna rétt við. Mikið er af fugli þarna, margar tegundir fugla sem mikið er myndaðir. Það kom manni á óvar að töluvert af fólki er þarna á ferðinni um Langanes, en út á Font er varla fært nema sæmilega stórum jeppum. 

hqGR1HYchCn_hJeyIgChkXnmnLXawu3coUHdBKhWhgw

 Að sjálfsögðu var stoppað og fengið sér kaffi og brauð í góða veðrinu við útsýnispallinn.

FrHeJX-AOxIAxbf7NHauFmBzEMoctaljbwuaPZb02ms

 Ótrúlegt magn af rekaviði er þarna í fjörunum sem sjórinn eða öldurnar hafa hlaðið upp á stórum kafla. Spurnig hvort ekki mætti nýta allt þetta timbur. Ekki er ég viss um hvað þessi kofi hefur verið notaður í en hann var staðsettur þar sem mest var af rekavið í fjörunni. 

bKbYkRS4cKEV8vSFH-gnSt44nYmwquOkRAaz7OmlmVM

Mikið verðmæti hlýtur að vera í öllum þessum við sem þarna hefur rekið á land.

9F_tbZJCvyDlNd0G-qWY8ga8V0tX8WDz2RGXcJpoaGY

 Þarna erum við komin út að Font yst á Langanesi, Kolla, Hrund, Gísli og Matthías við bilinn sem Gísli og Hrund eiga. Það er frábært að ferðast í svona bil um vegina á langanesi sem eru nánast torfærur á köflum.

h4XrCUC94IZYg1jTiEbZdSwWWkpnzu3K1ePnH5dC7X8

 0wYmuz3QT3BHzl8olsAXYl1nFuUrp16u2h8hRxaRHqs

 Langanesviti er siglingarviti sem á að sjást 10 sjómílur, hann er 9,5 metrar á hæð og ljóshæð frá sjávarmáli er 53 metrar. Vitinn var byggður 1950 og er úr steinsteypu. Í vitanum er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Árið 1910 var fyrst reystur viti á Fonti á Langanesi, það var svokallaður stólpaviti.

Krossinn er ekki þarna út á Fonti heldur rétt áður en maður kemur að Skála, en hann er til minningar að mig minnir breta sem jarðaðir eru á þessum stað. 

 aaLRKtL8rH2SwdHeGq9yhDl9AbiPMNpMkjLkcEnm7mE

 Hæt var að komast inn í vitann og fara í stiga efst upp að ljóshúsi til að skoða útsýnið. Þarna eru þau Hrund og Matti komin upp til að virða fyrir sér útsýnið. 

 tEXGRARr_ewjreATQZv25GJpH_uxsst4EoQa-9rkyF8

 Ströndin er víða með stóru grjóti eða eða háu bergi, ekki er mikið um sandfjörur á þessari leið norðan við Langanesið, en virkilega fallegt og gaman að keyra þarna út á nesið.

Zo37xstH-kWKGnfU7yVmwFEnzww5ccl0LrAx9hzjywo

 Hér erum við komin utarlega og sunnanvert við Langanesið á stað sem heitir Skálar. Nesið geymir víða minjar um búsetu fólks og athafnalíf sem sumar hverjar eru stórmerkilegar.
  Hér við ysta úthaf var á fyrri hluta 20. aldar blómlegt sjávarþorp. Nú er útnesið allt komið í eyði og á Skálum standa aðeins minjar um aðra tíð. Þetta er gaman að skoða og þarna hefur verið komið upp snyrtilegri klósettaðstöðu, þetta er að mínum dómi til fyrirmyndar.

1y4CgyQI0vL51gwR6vYz38gqYhMfrISbiA6_b8W26HY

Við gáfum okkur góðan tíma til að skoða þennan stað. Það er merkilegt að það hafi fyrir ekki svo löngu verið þarna blóleg byggð, en sennilega eru það nálægðin við góð fiskimið sem hefur ráðið því að þarna voru gerðir út fjölmargir bátar við ekki svo góðar aðstæður.

OHUdwndPNVWEtVT27mxtCA6yj9nFflqlRvdS1rlwmrE 

 Þarna á miðri mynd má sjá hreinlætisaðstöðu sem þarna hefur verið komið upp.

M2UCnnXtH0qkZgvt1zb8a3lmKfQ3pGf5HW8MoN2cFDk

 Við enduðum þessa frábæru ferð um Langanesið með því að fara upp á Heiðarfjall. Á miðju nesinu rís Heiðarfjall en þaðan er stórkostlegt útsýni í allar áttir. Vel sést út Langanesið og inn til Bakkaflóa og allt austur að fjöllunum við Héraðsflóa.

WQh-j1IC3bRSA90W_GiDv77YfwIddIPxAPNCIUEhrCs

 Þarna má sjá minjar frá veru bandariska hersins en hann var með mikla starfsemi á fjallinu á sínum tíma. Aðeins eitt hús er uppistandandi þarna uppi og er það fullt af drasli, en annars er þarna að öðru leiti umhverfið í lagi.

W6YstL1V-T4r7zcQ8hNchErzQ9135rmhwdnPQYt5SWg 

 Útsýnið er frábært eins og ég hef áður sagt frá hér að ofan.

Bq1HQhp435-g8dPbKe0eoUG9IR4Av1GZKUMUToIsRtw 

 

Af Heiðarfjalli var haldið aftur til Vopnafjarðar og þegar þángað kom var grillað með tilheyrandi góðgæti. Ferðin frá Vopnafirði út á Langanes og aftur til Vopnafjarðar tók hátt í 7 tíma. Það er gaman að skoða þá staði á Íslandi sem maður hefur aldrei komið á en nokkrum sinnum siglt framhjá. En til að fara svona ferðir verður maður að vera á góðum bílum sem þola þessa torfæruvegi. Þessi ferð um Langanes var meiriháttar skemmtilegur.

 

Hér kemur fróðleg og skemmtileg athugasemd frá bloggvini mínum Jóhanni Eliassyni.

Komdu sæll Sigmar!  Það var mjög gaman að skoða myndirnar og lesa frásögnina.  Ég bjó á Þórshöfn, frá tveggja ára aldri og þar til ég var rúmlega 18 ára og á ættir að rekja á Langanesið  Skyldmenni mín eru oftast kennd við bæ úti á "nesi" sem heitir Læknesstaðir en í gegnum árin hefur nafn bæjarins breyst í Læknisstaði (en ég veit ekki hvers vegna það er).  Nú orðið eru  aðeins tveir bræður móður minnar búsettir á Þórshöfn.  Ég má til að nefna það fyrst þú talaðir um Skála, sem var mjög merkilegur staður í sögu Langaness á sínum tíma.  Fyrst er talað um Skála um 1895 er Magnús Jónsson bóndi á Skálum átti viðskipti við Færeyska sjómenn.  En þetta sumar fengu 20 Færeyskir sjómenn leyfi til landvistar á Skálum (en vitað er að bændur á utanverðu Langanesi höfðu átt viðskipti við erlend sjómenn öldum saman þessir sjómenn voru frá Þýskaland, Hollandi, Englandi, Frakklandi og Færeyjum senna bættust svo Norðmenn við og urðu þeir umfangsmiklir í útgerð og verslun).  Færeyingar veiddu síld og notuðu í  beitu.  Erfiðlega gekk að geyma hana og þá byggðu nokkrir útvegsbændur, á utanverðu Langanesi, fyrstu íshúsin, sem heimildir eru til um, þetta voru niðurgrafin torfhús með þykkum veggjum og lofti.  Á veturna voru þessi íshús fyllt af snjó en á sumrin var Færeyingum seldur ísinn til kælingar á síldinni.  Á öðrum áratug aldarinnar varð til vísir að sjávarþorpi á Skálum og varð uppgangurinn þar ævintýralegur.  1911 eru heimildir um byggð 20 manna á Skálum en flestir urðu íbúarnir 118 árið 1923 eftir það fækkar þeim og eru orðnir 87 árið 1933 og byggð leggst þar alveg af 1945.  Helsta ástæða þess að byggð lagðist þar af, var sú að í seinni heimstyrjöldinni rak mikið af tundurduflum á land á Skálum og sprungu þau í fjörunni fyrir neðan þorpið.  Ekki er vitað um manntjón af þeirra völdum en miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum og svo fór að íbúar flúðu flestir til Þórshafnar.  Mjög erfitt var orðið með aðföng og fleira á Skálum þegar þarna var komið sögu og aðeins tímaspursmál hvenær þorpið færi í eyði og þessir atburðir flýttu þessari þróun.  Það er búinn að vera draumur hjá mér lengi að fara á Langanes og vera þar í nokkra daga því þar á ég ræturnar og alveg ótrúlega mikil saga þar.  Ég vona að þú hafir haft gaman af þessum litlu fróðleiksmolum mínum en mesta mína visku hef ég úr tveimur bókum "Langnesingsaga l og ll" eftir Friðrik G. Olgeirsson, gefnar út af Þórshafnarhrepp árið 2000. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Komdu sæll Sigmar!  Það var mjög gaman að skoða myndirnar og lesa frásögnina.  Ég bjó á Þórshöfn, frá tveggja ára aldri og þar til ég var rúmlega 18 ára og á ættir að rekja á Langanesið  Skyldmenni mín eru oftast kennd við bæ úti á "nesi" sem heitir Læknesstaðir en í gegnum árin hefur nafn bæjarins breyst í Læknisstaði (en ég veit ekki hvers vegna það er).  Nú orðið eru  aðeins tveir bræður móður minnar búsettir á Þórshöfn.  Ég má til að nefna það fyrst þú talaðir um Skála, sem var mjög merkilegur staður í sögu Langaness á sínum tíma.  Fyrst er talað um Skála um 1895 er Magnús Jónsson bóndi á Skálum átti viðskipti við Færeyska sjómenn.  En þetta sumar fengu 20 Færeyskir sjómenn leyfi til landvistar á Skálum (en vitað er að bændur á utanverðu Langanesi höfðu átt viðskipti við erlend sjómenn öldum saman þessir sjómenn voru frá Þýskaland, Hollandi, Englandi, Frakklandi og Færeyjum senna bættust svo Norðmenn við og urðu þeir umfangsmiklir í útgerð og verslun).  Færeyingar veiddu síld og notuðu í  beitu.  Erfiðlega gekk að geyma hana og þá byggðu nokkrir útvegsbændur, á utanverðu Langanesi, fyrstu íshúsin, sem heimildir eru til um, þetta voru niðurgrafin torfhús með þykkum veggjum og lofti.  Á veturna voru þessi íshús fyllt af snjó en á sumrin var Færeyingum seldur ísinn til kælingar á síldinni.  Á öðrum áratug aldarinnar varð til vísir að sjávarþorpi á Skálum og varð uppgangurinn þar ævintýralegur.  1911 eru heimildir um byggð 20 manna á Skálum en flestir urðu íbúarnir 118 árið 1923 eftir það fækkar þeim og eru orðnir 87 árið 1933 og byggð leggst þar alveg af 1945.  Helsta ástæða þess að byggð lagðist þar af, var sú að í seinni heimstyrjöldinni rak mikið af tundurduflum á land á Skálum og sprungu þau í fjörunni fyrir neðan þorpið.  Ekki er vitað um manntjón af þeirra völdum en miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum og svo fór að íbúar flúðu flestir til Þórshafnar.  Mjög erfitt var orðið með aðföng og fleira á Skálum þegar þarna var komið sögu og aðeins tímaspursmál hvenær þorpið færi í eyði og þessir atburðir flýttu þessari þróun.  Það er búinn að vera draumur hjá mér lengi að fara á Langanes og vera þar í nokkra daga því þar á ég ræturnar og alveg ótrúlega mikil saga þar.  Ég vona að þú hafir haft gaman af þessum litlu fróðleiksmolum mínum en mesta mína visku hef ég úr tveimur bókum "Langnesingsaga l og ll" eftir Friðrik G. Olgeirsson, gefnar út af Þórshafnarhrepp árið 2000.

Jóhann Elíasson, 6.8.2014 kl. 15:26

2 identicon

Kallinn minn... Friðrik Jóhannsson... er líka ættaður frá Læknesstöðum. Jóhanna Jónsdóttir amma hans bjó þar á sínum tíma með sín börn.

Eygló Björnsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 20:46

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann takk fyrir innlitið og ekki síður þakka ég þér kælega fyrir þennan fróðleik sem þú skrifar um lífið á Langanesi. Maður hefði átt að kynna sér þessa leið áður enn maður fer í svona ferðalag. En Gísli sonur minn og hans kona bauð okkur svona óvænt í ferðina þegar við komum til þeirra í heimsókn, svo maður var ekkert búinn að lesa síg til. En þau voru með ferðahandbók sem við gátum gluggað í. Nú hef ég fengið áhuga á þessu svæði og ætla að lesa mig meira til um svæðið. Það kom mér merkilega á óvart hvað gaman er að fara um þetta svæði og skoða. Enn og aftur takk fyrir Jóhann.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.8.2014 kl. 20:52

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Gaman að þessu Eygló, þekkir hann þá Jóhann Eliasson eða eru þeir kannski frændur??? :-)

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.8.2014 kl. 20:54

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Gaman að sjá þetta Eygló, er Friðrik þá eithvað slyldur Jóhanni Elíassyni ?

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.8.2014 kl. 21:34

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar, Eygló.  Því miður er ég alls ekki nógu og vel að mér í ættfræðinni og vissi ekki af Friðriki Jóhannssyni, eitthvað erum við Friðrik þá skyldir en mér þætti afar vænt um ef ég gæti fengið einhverjar nánari upplýsingar.  Netfangið hjá mér er: vesturholt@simnet.is

Jóhann Elíasson, 6.8.2014 kl. 22:13

7 identicon

Jóhanna Jónsdóttir, amma Friðriks, átti systurnar Þuru (Þuríður?) sem bjó minnir mig á Vopnafirði og Veigu (man ekki hvað var hennar fulla nafn). Skúli Þorsteins fyrrverandi kennari á Laugum er held ég sonur Þuru... og einhver fleiri nöfn eru þarna sem ég man ekki í svipinn en gæti svo sem rifjað upp. Þura var amma Guðbjargar Matt. útgerðarkonu í Eyjum. Svo átti Jóhanna bróður sem hét Zophonías og bjó í Sýrnesi í Aðaldal... hjá honum var einn bróðirinn.... Ólafur (einhleypur) .... einnig til húsa síðustu árin. Jóhanna og hennar systkini voru alin upp á Læknesstöðum. Móðir Jóhönnu hét Matthildur og maður hennar Jón.

Eygló Björnsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 00:19

8 identicon

Sem sé maður Matthildar hét Jón...en maður Jóhönnu( ömmu Friðriks) hét Haukur Sigurðsson.

Eyglo Bjornsdottir (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 00:21

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þá er best að ég  ausi úr mér því litla sem ég veit um þetta: Mattías faðir Guðbjargar útgerðarkonu í Eyjum og Jóns Viðars Hæstaréttardómara og afi minn, Stefán Jónsson voru bræður, tveir bræður þeirra eru Sigurður Jónsson fyrrum útgerðarmaður á Þórshöfn nú búsettur í Kópavogi og Jón Jónsson fyrrum loftskeytamaður á Reynisfjalli nú búsettur í Reykjavík.  Veiga hét Sigurveig og var móðir Mattíasar, afa, Sigurðar og Jóns, ég þekki bara ekki alveg nóg til Þuru til að geta sagt deili á henni en hún og mamma voru nokkuð nánar en eitt er víst að hún hefur ekki getað verið amma Guðbjargar því mig minnir endilega að hún hafi ekki verið mikið meira en 10 árum eldri en afi.  En ég man eftir því að hafa alla vega einu sinni farið í heimsókn til hennar á Vopnafjörð og það er alveg rétt að maðurinn hennar hét Þorsteinn og voru þau mikið öndvegishjón. 

Jóhann Elíasson, 7.8.2014 kl. 09:54

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu, það slæddist þarna inn villa Veiga hét Kristveig en ekki Sigurveig og biðst ég afsökunar á þessum mistökum.

Jóhann Elíasson, 7.8.2014 kl. 10:02

11 identicon

Takk fyrir þetta Jóhann. Þetta var auðvitað misminni í mér með Guðbjörgu. Veiga var auðvitað amma hennar en ekki Þura. En við skulum nú ekki einoka bloggið hans Simma með þessu spalli okkar svo ef við viljum ræða þetta eitthvað frekar er netfangið mitt eyglob@gmail.com

Eygló (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 11:37

12 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Jóhann og Eygló, það er alltaf gaman þegar koma upp umræður um blogg sem maður setur inn á netið.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.8.2014 kl. 12:15

13 identicon

Staðurinn heitir Fontur, en ekki Frontur.

kv Óli

Ólafur Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 10:48

14 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur Þór og takk fyrir að leiðrétta mig, ég leiðrétti þetta strax og ég sá athugasemdina þína.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.8.2014 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband