Góð grein um Kokkinn Gísla Matthías Auðunsson

Laun og frí­tími fara í að vinna frítt

Gísli Matthías Auðunsson opnaði Slippinn, ásamt fjölskyldu sinni, fyrir tveimur árum. Þess á milli hefur ... stækka

Gísli Matth­ías Auðuns­son opnaði Slipp­inn, ásamt fjöl­skyldu sinni, fyr­ir tveim­ur árum. Þess á milli hef­ur hann unnið á nokkr­um Michel­in veit­inga­stöðum út í heimi og sótt sér reynslu.

Þrátt fyr­ir að hafa komið víða við er hann aðeins 25 ára, en hann vill áfram læra af þeim bestu út í heimi áður en hann hasl­ar sér völl hér á landi.

Ekta fjöl­skyldu­veit­ingastaður

Í kjöl­far út­skrift­ar­inn­ar ákvað Gísli að opna veit­ingastaðinn Slipp­inn í Vest­manna­eyj­um. Um er að ræða ekta fjöl­skyldustað, en syst­ir hans, Indí­ana Auðuns­dótt­ir, sá um að hanna staðinn, Katrín Gísla­dótt­ir, móðir hans er yfirþjónn og öll fjöl­skyld­an kom að því að breyta gam­alli vélsmiðju í 100 manna veit­ingastað.

Slippurinn er til húsa í gamla Magna vélsmiðjuhúsinu.

Slipp­ur­inn er til húsa í gamla Magna vélsmiðju­hús­inu.

Í dag vinn­ur fjöl­skyld­an öll þarna, en staður­inn er aðeins op­inn á sumr­in. Á vet­urna fer faðir hans, Auðunn Arn­ar Stefn­is­son, á sjó­inn, syst­ir­in hann­ar aðra veit­ingastaði og Gísli held­ur til út­landa til að öðlast meiri reynslu.

 

Veit­ingastaður­inn er í gamla Magna­hús­inu, en Gísli seg­ir að það hafi ekki verið notað í yfir 30 ár sem annað en geymsla áður en þau breyttu því. Það var helj­ar­inn­ar vinna að koma því í stand, en fjöl­skyld­an var á hverj­um degi í tæpa sjö mánuði að setja staðinn upp að sgön Gísla.

Mik­il sam­keppni í Eyj­um

Sam­keppn­in er tölu­verð í Eyj­um, en að sögn Gísla eru í dag 27 staðir þar sem hægt er að kaupa mat í Heima­ey, allt frá sjopp­um upp í fína veit­ingastaði.

Gísli ásamt Indíönu Auðunsdóttur, systur sinni og Katrínu Gísladóttur, móður sinni, á Slippnum.

Gísli ásamt Indíönu Auðuns­dótt­ur, syst­ur sinni og Katrínu Gísla­dótt­ur, móður sinni, á Slippn­um.

Staður­inn tek­ur sem fyrr seg­ir 100 manns í sæti, en Gísli seg­ir að auk þess sé nokkuð stór bar­svæði á staðnum.

 

Flest­ir viðskipta­vin­irn­ir eru ís­lensk­ir og er­lend­ir ferðamenn, en Gísli seg­ir að heima­menn séu einnig dug­leg­ir að kíkja við. Staður­inn hef­ur hlotið góða dóma og er meðal ann­ars sá staður á Suður­landi sem hef­ur hæstu ein­kunn á vefn­um TripA­dvisor og þá hef­ur hann fengið viður­kenn­ing­ar á vef Lonely pla­net og öðrum ferðavefj­um.

Gísli seg­ist hafa mik­inn metnað fyr­ir kokk­a­starf­inu og hann sýn­ir það líka með ákvörðun sinni um að ferðast um heim­inn á vet­urna og sækja sér aukna reynslu. Fyr­ir tveim­ur árum fór hann í frönsku alp­ana þar sem hann vann á nokkr­um veit­inga­stöðum, en í fyrra reyndi hann fyr­ir sér í New York.

Unnið á mörg­um Michel­in stöðum

Þar reyndi hann fyr­ir sér sem „stagé“, en það þýðir að hann vinn­ur kaup­laust á vin­sæl­um veit­inga­stöðum til að næla sér í reynslu. Fyr­ir­komu­lagið þekk­ist lítið hér á landi, en er­lend­is er þetta mjög al­gengt að hans sögn.

Síðasta vet­ur vann Gísli meðal ann­ars á Eleven Madi­son Park, en það er þriggja stjörnu Michel­in veit­ingastaður og sam­kvæmt San Pell­egrino veit­ingalist­an­um er það fjórði besti mat­sölustaður í heimi. Þess má geta að danski staður­inn Noma hef­ur ein­mitt verið þar í fyrsta sæti und­an­far­in ár.

Meðal annarra veit­ingastaða sem Gísli vann á í vet­ur í New York voru Michel­in staður­inn Aska og Acme, en þann stað á ann­ar stofn­andi Noma veit­ingastaðar­ins. Þá var hann á Atera, sem er tveggja Michel­in stjörnu staður og staðnum Skál, sem er í eigu Íslend­ings­ins Óla Björns Stephen­sen. Hann seg­ir að „stagé“ fyr­ir­komu­lagið sé mjög mis­mun­andi milli staða, en að hann hafi verið frá fjór­um dög­um upp í þrjá mánuði á hverj­um stað, lengst á Skál.

Eyðir laun­um og frí­tíma í að vinna frítt

Aðspurður hvort ekki sé erfitt að búa og lifa í einni dýr­ustu borg heims án þess að fá greitt seg­ir Gísli að þetta sé ákveðinn metnaður og áhugi sem verði að vera til staðar. „Við fjöl­skyld­an erum öll á fullu frá morgni fram á kvöld yfir sum­arið, en svo fer ég og eyði mín­um laun­um og frí­tíma í að vinna frítt á vet­urna,“ seg­ir Gísli og hlær.

Mik­il­vægt að sækja reynsl­una út

Hann seg­ir mik­il­vægt fyr­ir ís­lenska fag­menn að sækja sér reynslu út, „þar eru hlut­irn­ir að ger­ast.“  Margt hafi þó breyst hér á landi und­an­far­in ár og að hann hafi mik­inn áhuga á að vinna hér til lengri tíma litið. Fyrst vilji hann þó ná meiri reynslu er­lend­is áður en hann reyni að hasla sér al­menni­lega völl hér heima. „Lang­tíma planið er svo að opna í Reykja­vík,“ seg­ir hann.

Eigið gróður­hús og fersk­ur fisk­ur

Á Slippn­um vinna í dag 25 manns, þegar fjöl­skyld­an er meðtal­in, en Gísli seg­ir að þar sé reynt að gera sem mest upp á fersk­leik­ann. Þannig not­ist þau við ýms­ar villi­jurtir, sæki fersk­an fisk niður á höfn á hverj­um degi og rækti jurtir í eig­in gróður­húsi. Annað græn­meti sé svo keypt beint frá Flúðum og kjöt eða fisk­ur sé allt frá Íslandi.

Nú í sum­ar þegar nauta­kjöts­skort­ur varð seg­ir Gísli að þau hafi ákveðið að taka nauta­kjötið af mat­seðlin­um, enda geri þau út á ís­lensk­an mat. Í dag sé um 80% af mat­seðlin­um mat­ur úr sjón­um, bæði fisk­ur og hrefna, en einnig eitt­hvað af öðru ís­lensku kjöti.


mbl.is Laun og frítími fara í að vinna frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband