25.6.2014 | 09:53
Fleiri gamlar Vestmannaeyjamyndir frá Sigurgeir Jóhannssyni
Austurbærinn með Heimaklett, Miðklett og Ystaklett
Þetta er skemmtileg mynd frá höfninni, takið eftir að Sandaluskipið Vestmannaey er að dýpka og dælir sandinum í hrúgu í norðanverða höfnina. Enn ætla ég að minna hér á hvað það var mikil vitleysa að farga dýpkunarskipinu Vestmannaey, sem var í góðu ásigkomulagi þegar það var gert.
Séð yfir austurbæinn og Helgafell í baksýn.
Athugasemdir
Alltaf gaman að skoða þessar myndir svo ég tala nú ekki um að þetta hlýtur að vera algjört "konfekt" fyrir þá sem þekktu vel til á þessum tímum.
Jóhann Elíasson, 25.6.2014 kl. 11:23
Heill og sæll Jóhann og takk fyrir innlitið og athugasemd. Já það eru víst margir sem hafa gaman af þessum myndum, alla vega hef ég mikið gaman af að skoða þær og virða fyrir mér þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.6.2014 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.