17.6.2014 | 00:40
Nýr Gúmmíbjörgunarbátur frá Víking og nýr litur
Í dag fór ég í heimsókn í fyrirtækið Víking Björgunarbúnaður, en þangað er alltaf gaman að koma og skoða allan þann björgunarbúnað sem þar er á boðstólum, og ræða við Einar og strákana sem þarna vinna. Víking er alltaf að þróa sinn björgunarbúnað og oft að koma með nýungar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá nýja gerð af 16 manna gúmmíbjörgunarbát sem eru ekki með toppinn á miðju þakinu heldur til hliðar. Þetta gerir það að verkum að mun léttara er að rétta gúmmíbátinn við. Einn maður getur rétt bátinn við ef hann lendir á hvolfi þó maðurinn sé lítill og léttur. Eða eins og einn starfsmaðurinn sagði sem sýndi mér nýja gummíbjörgunarbátinn:, það þarf ekki hundrað kílóa mann til að rétta þennann gúmmíbát. Fleiri breytingar hafa verið gerðar, t.d betra aðgengi upp í bátinn.
Betra aðgengi að inngangsopi gúmmibjörgunarbátsins
Önnur breyting sem verið er að gera hjá Víking er að breyta litnum á Gúmmíbátunum og reyndar björgunarvestum og björgunargöllum einnig, nú eru þei gulir. Þetta er gert vegna þess að talið er að guli liturinn sjáist mun betur á sjónum, þetta er líklega rétt ávörðun eða hvað finnst mönnum þegar þeir sjá samskonar gúmmíbát með gamla litnum við hliðina á þeim gula.

Það eru mjög stórir ballestpokar á þessum gúmmíbjörgunarbátum, þeir sjást vel á þessum myndum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.