Lítið úthald

Frétt af mbl.is

Mótmælandinn farinn úr Hval 8
Innlent | mbl.is | 5.6.2014 | 19:17
Frá Reykjavíkurhöfn í kvöld.
Þýskur ferðamaður, sem kom sér fyrir á útsýnispalli hvalveiðiskipsins Hvals 8 í Reykjavíkurhöfn, til þess að mótmæla veiðum Íslendinga á langreyði virðist hafa yfirgefið skipið. Það má sjá á mynd sem blaðamaður mbl.is tók af skipinu í kvöld. 

 Askoti hefur hann lítið úthald þessi mótmælandi, ætlaði hann ekki að vera þarna í tvo sólarhringa. Þetta var sterkur leikur hjá þeim á Hval að leyfa honum bara að hanga í tunnunni eins lengi og hann vildi. Hann hefur líklega haldið að hann yrði fjarlægður með látum frá borði.


mbl.is Mótmælandinn farinn úr Hval 8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég heyrði að samborgari minn ætlaði að vera þarna svona lengi, þá hugsaði ég bara með mér hvað hann ætlaði að gera þegar honum væri mál eða gera númer 2.

Klósettið hafði yfirhöndina. ;) 

Stefán (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 21:57

2 identicon

Þetta hljóta að teljast vandræðalegustu mótmæli í manna minnum. Meira svona samt, það veitir ekki af að hressa aðeins upp á þjóðarsálina :-)

Herbert (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 22:34

3 identicon

Heill og sæll félagi.  Það sér hver sjálfan sig í því að vera ekki lengur en þetta, hann gleymdi að hafa með sér kopp. Með góðri kveðju Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband