Að hafi ég tíðum heita kinn

Að hafi ég tíðum heita kinn.

 

 

Að hafi ég tíðum heita kinn,

hygg ég flesta skilja,

fyrst við sæta munninn minn

minnast allir vilja.

 

Mörgum hef ég manni gætt,

mjög ég fríður sýnum.

Dýr var forðum Adams ætt

einn af líkum mínum.

 

Þið skuluð vita, að mín er mennt

að mynda stórt úr smáu.

En það er ekki heiglum hent

hátt að skapa úr lágu.

 

Hreyktu þér ekki á hæðir hátt,

hrapað tignin getur.

Sittu hægt og sittu lágt

svo mun þér líða betur.

 

 

Ólína Andrésdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband