Ósk Guðjónsdóttir og Jóhann Pálsson

Jóhann Pálsson og Ósk Guðjónsdóttir

Þegar við undirritaður og Ágúst Bergson vorum ritstjórar Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1986 var það töluverð vinna að finna og fá menn til að skrifa í blaðið. Ekki man ég hvor okkar stakk upp á því að hafa samband við Jóhann Pálsson skipstjóra sem þá bjó í Reykjavik ásamt konu sinni Ósk Guðjónsdóttir. Við vissum að hann var vel ritfær og hefði örugglega frá mörgu að segja ef hann fengist til að skrifa grein fyrir okkur í blaðið. Það kom í minn hlut að hringja í Jóhann og biðja hann um grein.  Jóhann tók strax vel í erindið en vildi að ég kæmi við heima hjá honum næst þegar ég átti leið í bæinn og þá skildum við ræða málin. Þar sem ég var í Rannsóknarnefnd sjóslysa á þessum árum fór ég reglulega til Reykjavikur á fundi, þannig að ég sagði það í lagi ég kæmi til hans við fyrsta tækifæri.

 Það líðu svo einhverjar vikur þar til ég átti leið til Reykajvíkur á fund og lét ég Jóhann vita og spurði hvort hann væri klár með greinina ? Já hann var það og bað hann mig að hafa samband þegar ég kæmi í bæinn. Þegar ég hafði sinnt mínum erindum í bænum hafði ég samband við Jóhann og við mæltum okkur mót heima hjá honum seinnipart dags. Þau hjón Jóhann og Ósk tóku sérstaklega vel á móti mér þar sem Ósk bar fram kaffi og kökur, mér er það minnistætt hvað gott var að koma til þeirra hjóna. Þegar við höfðum sitið yfir kaffinu og spjallað um daginn og veginn, áræddi ég að spyrja um greinina. Já svaraði Jóhann þú spyrð um greinina ég ætla að fara inn og ná í efnið til að sína þér.  Eftir dálitla stund kemur hann með stóran bunka af blöðum og sýnir mér, með þeim orðum að þetta séu margar greinar sem hann hafi skrifað og kalli: Úr ruslakistu minninganna og nú átti ég að velja grein. Ég sá starx að ég gæti aldrei lesið þetta allt þarna heima hjá þeim hjónum og bað því Jóhann að leyfa mér að hafa þetta með mér til yfirlestar þangað til seinnipartinn daginn eftir. Hann samþykkti það og ég kvaddi þau hjón.

Það er ekki að orlengja það, ég fór heim til tengdamömmu sem þá bjó í Ljósheimum og sat þar við lestur þessara greina langt frameftir kvöldi. Það var virkilega gaman að lesa allar þessar greinar og að endingu valdi ég tvær greinar úr ruslakistu minninganna eins og Jóhann kallaði greinarnar. Þær komu báðar í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1986 og nefndist önnur greinin FRIGG og hin greinin SÍÐASI VEIÐITÚRINN. Báðar greinarnar góðar og með myndum sem jóhann átti, en hann tók mikið af góðum myndum. Hinum greinunum skilaði ég aftur heim til Jóhanns.

Myndin sem fylgir þessum skrifum mínum er af þeim hjónum Ósk Guðjónsdóttur og Jóhanni Pálssyni skipstjóra og er hún með greininni; Síðasti veiðitúrinn, sem er í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1986.

Sigmar Þór 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband