29.3.2014 | 15:36
Lifsháski eftir Halldór Svavarsson
Ég má til með að kynna bókina Lífsháski en bókina skrifaði Eyjamaðurinn
Halldór Svafarsson seglasaumari með meiru.
Bókin er bæði skemmtileg og spennandi, þetta er góð saga um börn sem lenda í lífsháska
og gott fólk sem starfar bæði á sjó og landi.
Hún gerist að mestu við sjó á litlu skeri með vita og skipsbrotsmannaskýli , einnig um borð
í skipi sem lendir í slæmu veðri og á í erfiðleikum.
Þetta er bók sem allavega höfðar til mín og örugglega margra sjómanna,
einnig ætti hún að höfða til þeirra sem lifa og búa við sjávarsíðuna.
Sem sagt góð bók sem hefur kannski líka boðskap sem við höfum gott af að
kynnast. Þetta er bók sem ég mæli með að bæði börn og fullornir lesi.
Athugasemdir
Sæll og takk fyrir vandaða síðu. Er þetta nýlega útkomin bók?
Gunnar Th. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 09:16
Heill og sæll Gunnar og takk fyrir innlitið og goð orð um síðuna mína. Já bókin kom út að mig minnir 15. desember s.l.
Þetta er þrælgóð bók, spennandi og skemmtileg, góð lesning fyrir bæði börn og fullorðna.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.4.2014 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.