14.3.2014 | 20:43
Hugleiðing um lífeyrismál
Árið 1985 skrifaði ég þessa grein um hugleiðingar mínar um lífeyrisaldur. Það hafa verið gerðar nokkar lagfæringar á reglum lífeyrissjóða sem þarna eru til umræðu til að jafna rétt sjóðfélaga.
Ég man eftir því þegar ég var að vinna þessa grein hvað lífaldur margra vetmannaeyinga var undir 70 ára aldri eða 41 % þar með þurfti ekki að borga því fólki lífeyrir. Það væri gaman að gera nú svipaða könnun og ég gerði þarna árið1985 og vita hver lífaldur eyjamanna væri síðustu 10 ár.
Athugasemdir
Þarna komstu inn á nokkuð sem, fólk innan lífeyrisssjóðanna vill ekki tala um. Árið 1993 greindist stjúpfaðir minn með æxli við heila, hann fór í aðgerð og í framhaldi af því í lyfja og geislameðferðir. Hann var sjómaður að atvinnu og hafði oft verið með ævintýralega miklar tekjur og hóf nú að taka út lífeyri. Hann lést eftir nokkra mánuði og þá fór móðir mín af stað en hún fékk þau svör hjá lífeyrissjóðnum að það væri í lögum hans að maki fengi aðeins 60% af lífeyrisréttindum lífeyriseiganda (stenst þetta eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar?). Síðan árið 2000 veiktist móðir mín af krabbameini og lést árið 2001. Þá fórum við systkinin í lífeyrissjóðinn en þá var okkur tjáð það að það væri í lögum sjóðsins að aðeins maki lífeyrisþega ætti rétt á greiðslum úr sjóðnum (með öðrum orðum lífeyrissjóðurinn var einn af ERFINGJUM stjúpföður míns). En ég hef aldrei séð það í ársreikningum lífeyrissjóðanna að þeir greiði neinn erfðafjárskatt. Hvað heldur þú að séu margir sjómenn sem farast sem eiga enga ættingja og þurfa ekki einu sinni að farast? Ég skrifaði blogg um þetta og kallaði greinina "LÖGLEGAN ÞJÓFNAÐ" greinin fékk einhverja athygli en eins og vill verða þá voru nokkuð skiptar skoðanir um þetta og vildu einhverjir meina að vegna "MISSKILNINGS" væri ég að gagnrýna BESTA LÍFEYRISSJÓÐAKERFI Í HEIMI. Svo finnst mér skjóta skökku við að lífeyrissjóðirnir liggi með svo MIKLA fjármuni að þeir verði að fjárfesta svo og svo mikið í Íslensku atvinnulífi en á sama tíma verður að SKERÐA lífeyrisréttindi lífeyrisþeganna vegna þess að lífeyrissjóðirnir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar...........
Jóhann Elíasson, 15.3.2014 kl. 08:29
Heill og sæll Jóhann og takk fyrir innlitið og góða sanna dæmisögu um lífeyrisjóðina. Það er alltof lítið skrifað og rætt um þessa blessaða lífeyrissjóði þar sem virkilega þarf að taka til endurskoðunar. Það er eins og stjórnvöld þori ekki að breyta lögum til lagfæringar á því þessu kerfi. Þarna eins og svo oft áður ráða peningaöflin ferðinni.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.3.2014 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.