Predikarinn Einar í Betel í augum Sigmunds

  Einar J. Gíslason var að mörgu leiti merkilegur maður og eftirminnilegur.

Sigurjón og Einar í Betel

Í góðri grein eftir Guðna Einarsson í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 2002, þar sem hann skrifar um sjómannsferil Föður sins segir m.a: "Þrátt fyrir að ævistarf pabba hafi öðru fremur orðið við trúboð og sálusorgun, held ég að hann hafi alltaf litið á sig fyrst og femst sem sjómann. Í kirkjuári Einars í Betel voru fjórar stórhátíðir. Jól, páskar og hvítasunna eins og hjá öðrum kristnum mönnum. Fjórða stórhátiðin var svo Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum. Hann fann sig best í hópi sjómanna - ekki síst sjómanna í Eyjum. Honum var það mikil virði, að vera beðin um að koma hingað til Vestmannaeyja að minnast hrapaðra og drukknaðra við minnisvarðann við Landakirkju svo lengi sem heilsan leyfði. Það var á vissan hátt hápunktur ársins, allt annað varð að víkja fyrir sjómannadegi í Eyjum. Hér var hann á heimavelli, hitti gamla kunningja, vini og samferðamenn. Hitt var ekki minna virði að fá að deila með þeim gleði og sorg, geta miðlað þeirri huggun sem hann hafði sjálfur hlotið úr hendi lausnarans. Það fer vel að enda þennan pistil á orðum Jobs, sem pabbi vitnaði svo oft í hér á sjómannadag: " Drottin gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins,, "

Hér má bæta við að það var ekki síður mikils virði og vel metið af Sjómannadagsráði og sjómönnum í Eyjum að Einar J. Gíslason vildi ávalt koma á Sjómannadaginn. Hann gerði meira en að minnast hrapaðra og drukknaðra við minnisvarðan, hann hjálpaði okkur einnig á Stakkagerðistúninu til að afhenda verðlaun sjómannadagsins og fleira mætti nefna. Þetta þekki ég vel þar sem ég var 11 ár í Sjómannadagsráði Vestmannaeyja.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Sigurjón í Skógum Einar í Betel

Blessuð sé minnig Einars J. Gíslasonar predikara og sjómans

Einar í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband