31.1.2014 | 15:39
Ingvar í Skógum
Það var sagt í gamla daga um þá sem voru fljótir að beita línu, að þeir væru beitumyllur. Hér er mynd af Ingvari í Skógum sem var einn af þeim sem var beitumylla. Þarna er hann að beita úr haug eins og kallað var, ábótin á veggnum og hnífar stungnir í þilið.
Ég beitti með Ingvari og get staðfest að hann var fljótur að beita og ekki síður klár í að greiða línuflækjur, en það var líka kúnst að kunna.
Ingvar býr nú á Hraunbúðum í Eyjum.
Myndin er úr sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.