24.1.2014 | 11:57
Grímur kokkur í spennandi þróunarvinnu.

Fiskbollur með viðbættu omega 3 í þróun hjá Grími kokk
Við erum nánast tilbúnir með þetta til framleiðslu og getum þá bætt í réttina omegadufti sem er algjörlega bragðlaust þannig að neytandinn verður ekki var við annað en þau góðu áhrif sem omega hefur á heilsuna, segir Gísli Gíslason, markaðsstjóri hjá Grími kokki og bróðir Gríms sem fyrirtækið er kennt við.
Grímur kokkur framleiðir fjölda tilbúinna fiskrétta auk þess að selja mat til mötuneyta vinnustaða, skóla og leikskóla. Við reiknum með að fyrsta varan sem fer á markað með viðbættu omega 3 og D-vítamíni verði svokallaðar skólabollur sem hafa hingað til aðeins verið seldar í mötuneyti en eru væntanlegar á neytendamarkað. Fleiri vörur bætast svo við í framhaldinu. Við framleiðum einnig grænmetisbuff og það verður gott fyrir grænmetisætur að geta fengið þessi efni beint úr buffinu, segir hann.
Eftir að Gísli tók eftir því hversu margir fengu sér kjúklingabringur vegna hás innihalds próteins ákvað hann að þróa leið til að hækka próteinhlutfallið í fiskbollunum. Síðan kom í ljós að samkvæmt neytendakönnun var omega það sem fólk vildi helst fá í matnum og leggur mun meiri áherslu á
það en prótein. Verkefnið þróaðist því í þá átt, segir hann. Leitað var eftir samvinnu við Matís um þróunina og í framhaldinu var farið í samstarf við fyrirtæki á Norðurlöndum.
Nánar í Fréttatímanum í dag
Nánar í Fréttatímanum í dag
Þessi frétt er tekin af Eyjar net
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.