Styðjum Björgunarsveitirnar

 Á fáum götum á landinu hafa gegnum árin verið sprengt jafn mikið eða meira af flugeldum, tertum og hvað þetta heitir allt saman og við Illugagatu í Vestmannaeyjum. Þetta má þakka útgerðarmönnunum Bedda á Glófaxa og Vitta útgerðarmanni á Stíganda en þeir búa báðir við Illugagötu. Þessir útgerðarmenn hafa stutt Björgunarfélag Vestmannaeyja svo um munar gegnum árin með því að kaupa mikið magn flugelda af öllum stærðum og gerðum. Á ég sterkar og góðar minningar frá því þegar ég bjó við IIlugagötu og tók þátt í því með Bedda og mörgum fleiri að koma hluta af öllu þessu púðurdóti á loft. Ógleymanleg þessi gamlárskvöld með góðum nágrönnum sem við áttum þegar við bjuggum við  Illugagötu 38. 

Myndin er tekin af Heiðari Egilssyni og er af Illugagötu, fremsta húsið á miðri mynd er Illugagata 2 þar sem Óskar Matt og Þóra Sigurjónsdóttir byggðu og bjuggu til margra ára, blessuð sé minning þeirra.

Enn og aftur STYÐJUM BJÖRGUNARSVEITIRNAR með því að kaupa hjá þeim flugelda.  

 

Heiðar gamlárskvöld 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband