Ómetanlegt að eiga þessar björgunarsveitir

Það er ómetanlegt að eiga þessar björgunarsveitir vítt og breytt um landið alltaf til taks þegar illviðri skella á oft með stuttum fyrirvara. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því erfiða verkefni sem þetta fólk leggur á sig að vera úti í snarvitlausu veðri og vinna hörðum höndum við að bjarga öðru fólki.

Eitt getur hver og einn gert til að sýna þessum björgunarsveitum að við metum þeirra störf, það er að kaupa af þeim flugelda nú fyrir áramótin. Þannig stuðlum við að því að björgunarsveitirnar geti haldið við þeim björgunarbúnaði sem þær svo sannarlega þurfa við erfiðar aðstæður eins og nú þessa dagana.


mbl.is Hátt í 200 manns björguðu jólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðileg jólin bloggfélagi góður. Ég er 100% sammála þessari færslu. Mér finnst farið að örla dálítið á því að fólk líti á björgunarsveitirnar sem ódýrt vinnuafl sem hægt sé að kvabba á í tíma og ótíma. Það er ekki góð þróun.

Kaupum flugeldana hjá björgunarsveitunum en ekki afætunum, sem engum ætla að hjálpa nema sjálfum sér. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.12.2013 kl. 14:47

2 identicon

Sæll vertu SIGMAR það væri nú gaman að koma því í umræðu að björgunarsveitirnar fengju að selja neyðarblys í skipa flotann

Guðm V (IP-tala skráð) 25.12.2013 kl. 14:56

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Axel bloggvinur og sömu leiðis gleðileg jól og takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Já það má kannski segja það að það sé í einhverjum tilfellum farið að misnota þessar björgunarsveitir.

En ég get ekki annað en dáðst að þessu fólki sem ekki einu sinni á jólum vílar fyrir sér að fara út í sortan

frá fjölskyldum og vinum til að hjálpa fólki sem er í  vandræðum. Já auðvitað eigum við að kaupa flugeldana

hjá björgunarsveiunum en ekki hjá einkaaðilum. Hátíðarkveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.12.2013 kl. 15:53

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Guðmundur V. og gleðileg jól. Þetta er virkilega góð tilaga hjá þér og gæti verið góð fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar.

Þetta hefur reyndar verið gert að hluta í Vestmannaeyjum þar sem Hjálparsveit skáta og síðar  Björgunarfélag Vestmannaeyja seldi og vonandi selja en blys, flugelda og línubyssur í skip í Eyjum. Þeir gera meira en að selja              þessa hluti, þeir fylgjast með því að skipta um og endurnýja þennan öryggisbúnað þegar hann rennur út. Þetta væri hægt að gera allt í kringum landið og ég er viss um að útgerðarmenn tækju vel í þessa hugmynd þína Guðmundur V.

Hátíðarkveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.12.2013 kl. 16:15

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tek undir hvert orð í þessum pistli hjá þér.  Auðvitað ætti ekki nokkur maður að kaupa flugelda af öðrum en björgunarsveitunum og þessi hugmynd hjá Guðmundi er ekkert annað en tær snilld og reyndar er alveg merkilegt að hún skyldi ekki hafa komið fram fyrr.

Jóhann Elíasson, 26.12.2013 kl. 08:49

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, já auðvitað ættu allir að kaupa flugelda og línubyssur hjá björgunarsveitunum. Kannski verður það í framtíðinni.

Eins og ég segi í svari til Guðmundar þá hefur þetta verið gert í Vestmannaeyjum til margra ára, en eins og þú veist þá eru við Eyjamenn alltaf aðeins á undan okkar samtíð ha ha  :-)

Kær kveðja  

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.12.2013 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband