Ellirey eða Elliðaey

Óskar Kárason frá Presthúsum síðar Sunnuhól í Eyjum  gerði þetta ljóð um Elliðaey, en hann var á yngri árum lengi veiðimaður í þessari fallegu Eyju. Eins og kemur fram í ljóðinu kallar Óskar Eyjuna Ellirey eins og svo margir eldri menn. Ég var um tíma á sjó með Binna í Gröf á bæði Gullborg VE 38  og Elliðaey VE 45 og hann kallaði bæði bátinn og eyjuna aldrei annað en Ellirey, ef hann var spurður af hverju hann segði alltaf Ellirey, svaraði hann einfaldlega; hún heitir Ellirey, þannig var það útrætt mál. 

Óskar Kárason var fæddur að Vestur- Holtum undir Eyjafjöllum 09.08.1905, en fluttist 7 ára með foreldrum sinum til Eyja.  Hann lést 3.05. 1970.

 

Ellirey

 

Ellirey á frelsi og fegurð lista,

fugl og gróður prýða björgin ströng,

hennar fold ég ungur gerði gista

glöðum drengjum með í leik og söng.

Ég þrá hennar frelsi og dýrð að finna

fullkominn þá júlísólin skín

Þá er hún meðal draumadjásna minna

dámsamlegust paradísin mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband