10.12.2013 | 20:09
Jólastjarnan eftir Sigurð Óskarsson
Sigurður Óskarsson báta og gluggasmiður með meiru gerði þennan texsta ásamt gullfallegu lagi sem hann kallar Jólastjarnan, lagið kom út á diski fyrir Jólin 2007 diskurinn heitir Jól með Óskari og Laugu. Þessi texti á að mínu viti vel við þessa dagana.
Jólastjarnan
Nú jólaljósin ljóma í kvöld,
svo litfríð björt og tær.
Þau minna á jólastjörnuna,
sem sífelt ljómar skær.
Hún boðaði komu frelsarans,
Sem lýsir skært vorn heim.
Við hlíta eigum orðum hans
Og helga oss megum þeim.
Því undirstaða hamingju
Er sífelda kenning hans.
Við skulum gleðjast saman í kvöld,
Yfir komu frelsarans.
Um trúna sem er oss æðsta hnoss
við skulum standa vörð.
Og efla frið og hamingju
á meðal manna á jörð.
Eftir Sigurð Óskarsson
Athugasemdir
Sæll Sigmar, ég verð bara að segja það að ég sakna Jólatónleika Óskars og Laugu, við Auja fórum á þessa tónleika og þótti okkur mjög gaman.
Ætli hafi ekki verið grundvöllur fyrir fleiri tónleikum?
Já, Siggi á hvassó er snillingur! Mér hef alltaf þótt vænt um kallinn, mamma og Siggi eru góðir vinir :-)
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 11.12.2013 kl. 22:59
Heill og sæll Helgi Þór, já ég hef heyrt marga sakna þessara Jólatónleika. Það er mikil vinna og mikill tími sem fer í að halda svona tónleka og kostar örugglega mikið.
Já Siggi er snillingur og þúsund þjala smiður eins og sagt er, hann hefur gert marga texta og lög sem öll eru gullfalleg.
Kær kveðja úr kópavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.12.2013 kl. 14:07
:-)
Helgi Þór Gunnarsson, 15.12.2013 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.