4.12.2013 | 13:29
Tveir einbúar tala saman
Tveir einbúar tala saman.
Hann:
Oft mér leiðist einn, þó ekki sé ég sveinn
reyndar verð ég hreinn, ef ragast ei við neinn.
Hún:
Einlífið oft kann beyja, þótt ekki sé ég meyja.
það er best að þegja, þegar ekkert má segja.
Hann:
Væri ekki gaman, viljan höfum tamann,
það eikur eflaust framan ef okkur kæmi saman.
Hún:
Að þínu húsi hlúa, þar við verðum búa,
ef mér ei villt trúa ég aftur verð að snúa.
Skrifaði þetta orðrétt úr Ljóðabókinni Blandaðir ávextir eftir
Unu Jónsdóttir Sólbakka.
SÞS
Athugasemdir
Gaman að lesa þetta. En alltaf þegar ég sé orðin "hreinn sveinn" (sem flestir vita hvað þýðingu hefur) en færri vita hvaðan þetta er komið og merkingin hefur aðeins skolast til í gegnum árin. Þegar ég var þó nokkuð yngri en ég er í dag las ég grein um þetta orðatiltæki og tilurð þess í því merka riti ÚRVALI. Þar var sagt að þetta orðatiltæki "hreinn sveinn" hefði upphaflega komið frá forn Grikkjum en þannig var mál með vexti að hershöfðingjar höfðu með sér unga drengi þegar þeir fóru í hernað og talað var um að þeir sem EKKI höfðu farið í svoleiðis ferðir væru "HREINIR SVEINAR"................
Jóhann Elíasson, 4.12.2013 kl. 21:48
Takk Jóhann fyrir þessa skemmtilegu athugasemd :-)
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.12.2013 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.