21.11.2013 | 10:41
Sending til Kára
Sending til Kára
Hérna er kassi kári minn,
komdu nú þessu í grunninn þinn.
Ég valdi úr aðal einkennin,
ágalla og veikindin.
Hér eru bæði heimæðin,
hjartastoppið og kíghóstinn.
Getuleysið og gigtveikin,
gyllinæðin og kvensemin.
Æðahnútarnir, uppköstinn
iðrakvefið og ristillinn,
lakastíflan og líkþornin,
lifrabolgan og vesöldin.
Minnisleysið og martröðin,
matargræðgin og sjóveikin,
blóðleysið, hæsin og brjóstsviðinn,
og blöðruhálskirtilsanskotinn.
P.S.
Vitaskuld er þessi upptalning klén
en óþarft að hafa það meira að sinni.
Ég fullyrði að hælbits- og hýennugen
hafa ekki fundist í ættinni minni.
Björn Ingólfsson
Grenivík
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.