Sægreifinn er skemmtilegur og sérstakur matsölustaður

Kjartan á Sægreifanum

 Við fórum þrír vinnufélagar af Siglingastofnun heitinni á Sægreifann í gær 12. 11. 13. og borðuðum saman virkilega góðan sigin fisk, grjónagraut og kaffi á eftir.
 Þarna sátum við í tvo tíma í góðu spjalli okkar á milli og við Kjartan fyrverandi eiganda af Sægreifanum og aðra gesti sem þarna voru í mat með okkur, því þarna mæta m.a. gamlir sjómenn með sömu áhugamál og við og því er hægt að komast í skemmtilegar umræður sem tengjast sjómensku.

Við vinirnir köllum þetta jólahlaðborð, þar sem við tökum þetta fram fyrir þessi blessuð jólahlaðborð sem endalaust eru auglýst nú þessa dagana. Þarna er hægt að fá svið, humarsúpu og á þriðjudögum og fimmtudögum er sigin fiskur og vestfirsk skata á laugardögum. Margt annað matarkinns er þarna til sölu sem óþarft er að telja upp, en hiklaust er hægt að mæla með.
 Það er sérstök stemming að sitja þarna bæði er það skemmtilegt, góður matur og góð þjónusta. Við mælum með Sægreifanum.  Kjartan er nú búinn að selja Sægreifann en er enn þarna við störf og spjallar við gesti staðarins, virkilega skemmtilegur lífsglaður gamall sjóarakokkur.

 

 

 

 

Sægreifinn

 

Af heimasíðu Sægreifans má lesa eftirfarandi:

 Kjartan Halldórsson er gamall kokkur af sjó sem hefur rekið veitingastaðinn Sægreifann í um áratug og slegið í gegn hjá ferðamönnum jafnt sem heimamönnum, með heimilislegri stemmningu og lífsgleði sinni. Hann talar aðeins íslensku og kann ekki á peningakassann svo hann reiðir sig á stelpur staðarins, einna helst Elísabetu ráðskonu sína. Á morgnana koma trillukarlar og ræða málin yfir kaffi allan ársins hring, flestir komnir yfir sjötugt. Þegar hnígur að hausti róast yfir Sægreifanum og kemur að því að Kjartan þarf að horfast í augu við elli kerlingu og velja sér arftaka, en ekki er víst að maður komi í manns stað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigmar  Já þetta var verulega góð samvera hjá okkur félögunum maturinn góður og ekki spilltu borðfélagarnir Þurfum að endurtaka þetta. Með góðri kveðju Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 13:51

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Heiðar, já þetta var skemmtileg samverustund á Sægreifanum og við endurtökum þetta við fyrsta tækifæri.

Kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.11.2013 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband