Sjómannadagsblað Patreksfjarðar 2013

Sjómannadagsblað Patreksfjarðar 

Patró og fl 011

 

Eins og áður hefur komið fram hér á blogginu mínu var ég í vinnuferð á Patreksfirði  í sumar. Þar sem ég hef mikinn áhuga á Sjómannadeginum spurðist ég fyrir um það hjá manni sem seldi okkur gistingu,  hvort væri haldið upp á Sjómannadaginn á Patreksfirði.

Davíð sagði að Sjómannadagurinn væri þeirra bæjarhátíð með vandaðri dagskrá sem stæði í fjóra daga, og mikill fjöldi kæmi til Patreksfjarðar á þessum degi. þá sagði hann vinsælt að halda árgangsmót á Sjómannadaginn.

Spurði ég þá hvort ekki væri gefið út sérstakt Sjómannadagsblað, og hvar væri hægt að fá það keypt ef það væri gefið út ? Jú auðvitað er gefið út Sjómannadagsblað Patreksfjarðar, og við verðum einhvern veginn að redda þér blaði sagði Davíð. Hann stóð við það, um morguninn voru komin 2 Sjómannadagsblöð frá 2012 og 2013.

Það sem kom mér á virkilega á óvart þegar ég fór að lesa Sjómannadagsblað Patrekfjarðar 2013 var að konur skrifa stórann hluta af blaðinu, og eru þær ásamt körlum ritstjóri og í ritnefnd blaðsins.

myndFyrsta grein í blaðinu hefur fyrirsögnina Til hamingju með daginn sjómenn, góð grein sem  Eyrún  Ingibjörg Sigþórsdóttir Vestmannaeyingur í húð og hár skrifar um miklivægi sjávarútvegsins og sjómannsstarfsins. Hún rifjar upp minningar frá Sjómannadeginum í Eyjum og fleira. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband