Þetta er gleðifrétt

Frétt af mbl.is

Fjölga liðskiptaaðgerðum á Skaganum
Innlent | mbl.is | 27.5.2013 | 15:34
Áformað er að fjölga liðsskiptaaðgerðum á...Við höfum horft upp á lengingu biðlista eftir þessum aðgerðum á þessum niðurskurðarárum. Þeir sem hafa verið á biðlista hvað lengst hafa þurft að bíða í á annað ár,“ segir Guðjón. „Árið 2009 framkvæmdum við á bilinu 120-130 aðgerðir en urðum að rifa seglin og féllum undir 100 aðgerðir á ári.“ 

 

Þetta er svo sannarlega gleðifrétt fyrir allan þann mikla fjölda sem bíður eftir því að fara í liðaskipti. Eins og kemur fram í fréttinni hefur verið niðurskurður á þessu sviði eins og í svo mörgu öðru og færri komist í þessar aðgerðir en vildu, margt af þessu fólki hefur verið óvinnufærrt. En eftir aðgerð verið aftur tilbúið til vinnu. Íslendingar eiga frábæra bæklunarlækna sem svo sannarlega kunna sitt fag og hafa þannig gerbreytt lífi margra með hjálp góðra sjúkraþjálfara.

Vonandi metur ný ríkistjórn allt þetta fólk sem vinnur að hjúkrunarstörfum bæði á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og á þeim stöðum þar sem sjúkraþjálfun fer fram.

 


mbl.is Fjölga liðskiptaaðgerðum á Skaganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband