Virkilega gott hjá 365 miðlum

Virðingarvert að 365 miðlar hafi dregið uppsögn sína til baka Smile

 


mbl.is Uppsögn Láru dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var ágætt að þeir sáu að sér. En ég veit ekki hvort það er sérstök ástæða til að þakka þeim fyrir að reyna að klóra yfir stykkin sín?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2013 kl. 17:07

2 Smámynd: Hvumpinn

Hmmm, mér finnst nú dáldið merkilegt að starfa sem verktaki í (að skilja) tvo og hálfan áratug, og kvarta svo undan að hún sé ekki sjúkratryggð? Er ekki þarna um hreina gerviverktöku að ræða?  Þetta er undarlegt "ráðningarform" sem hún virðist hafa sætt sig við ansi lengi, en fer svo að kvarta undan uppsagnarfresti???  Verktakar hafa ekki uppsagnarfrest, veikindarétt (nema hjá sjálfum sér), rauða daga greidda o.s.frv.

En þegar hún veikist virðist hún átta sig á stöðu sinni.  Merkilegt.

Hvumpinn, 20.5.2013 kl. 17:11

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Virðingarvert?  Ætli "forsvarsmenn" séu ekki bara að  bregðast við uppsagnarholskeflunni.

Kolbrún Hilmars, 20.5.2013 kl. 17:27

4 Smámynd: Óskar

Allir skynsamir verktakar kaupa sér sjúkdómatryggingu því þeir eiga að vita að þeir hafa ekkert backup ef þeir lenda í alvarlegum veikindum ólíkt venjulegu launafólki.

Óskar, 20.5.2013 kl. 18:22

5 identicon

Vald og máttur bloggheima er mikill þegar hann er notaður af þjálfuðum margmiðlunarverktaka með góðar tengingar og verkefni víða í fjölmiðlaflórunni. Vonandi þarf ekki að segja upp fastráðnum starfsmanni til að finna þessum verktaka viðfangsefni hjá þessum miðli. Það væri eftir öðru, en sú uppsögn fer þó sennilega hljótt.

Hafdís (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 18:42

6 Smámynd: Hvumpinn

Hafdís er líklega alveg með þetta.

Hvumpinn, 20.5.2013 kl. 18:58

7 identicon

Þeir gætu í kvikindisskap sínum boðið henni fastráðningu. Tæki hún því yrði hún að hætta að vinna fyrir aðra og innkoman lækkaði töluvert. Hún færi að borga þennan hvimleiða tekjuskatt og greiða stéttarfélagsgjöld og jafnvel smáræði í lífeyrissjóð. Útgjöld yrðu ekki frádráttarbær og þeir gætu jafnvel krafist þess að hún mætti 8 og væri til 4 í vinnunni. Þetta eru svoddan kvikindi.

Sigmar (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 12:42

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Það er auðséð á þessum athugasemdum að 365 miðlar eru ekki í miklu uppáhaldi hjá því fólki sem er að tjá sig um þetta mál Láru Hönnu, það hlítur að vera slæmt fyrir svona fyrirtæki.                                                                                                                     Hvernig sem þarna er í pottinn búið þá er það jákvætt að hún heldur vinni sinni og það er mjög mikilvægt þegar fólk er að koma úr erfiðum veikindum.                                         Hitt er svo annað mál að alltof margir eru að brenna sig á því að vera ekki í stéttarfélagi, en ég hélt að það væri skylda allra að borga í lífeyrisjóð. 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.5.2013 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband