Húni II. og Knörrinn glæsileg skip

húni 013

 Húni II. og Knörrinn glæsileg skip sem voru í Reykjavík um helgina, ég fór að sjálfsögðu um borð í þessi skip og heilsaði upp á mannskapinn þarna um borð. Þarna um borð eru frábærir kallar sem allir sem einn hafa brennandi áhuga á að varðveita þessi gömlu fallegu skip, og helst mun fleiri.

Húni II. er byggður í Skipasmíðastöð KEA 1963 skipið teiknaði Tryggvi Gunnarsson, skipasmíðameistari. Skipið er 117,98 lesta stokkbyrt þilfarskipþ Mestalengd 27,48 m. fyrsta vél var 450 hestafla  Stork.

Knörrinn bygður í Slippstöðinni hf á Akureyri árið 1963. Tryggvi teiknaði einnig Þetta skip. Skipið er 19,27 lesta stokkbyrt þilfars. Mesta lengd 15,15 m Fyrsta vél 200 hestafla Scania Vabis.

 

 

 Virkilega gaman að skoða þessi skip og tala við þessa áhugasömu menn sem þarna eru um borð að mér skilst flestir í sjálfboðavinnu.                                                                                                             

húni 001húni 011


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ætli það sé enginn áhugi í þjóðfélaginu um varðveislu Sigurður VE, Blátinnd og Léttir?

Helgi Þór Gunnarsson, 23.5.2013 kl. 21:26

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Þór, Það er alveg á hreinu að það er ekki áhugi í Vestmannaeyjum til að varðveita þessi skip. Þú getur séð hvernig Blátindur VE  er að grotna niður og hvernig Dýpkunarskipið var britjað niður í brotajárn og nú er mér sagt að það sama sé að gerast með Léttir. Þetta gerist þrátt fyrir baráttu margra manna í Eyjum til að varðveita þessi skip. Það virðist ekki vera áhugi hjá ráðamönnum að setja neinn pening í varðveislu gamalla skipa þrátt fyrir að þau hafi verið í dágóðu ástandi. Eða hað finnst þér Helgi Þór?

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.5.2013 kl. 23:55

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, hugsaðu þér, það eru til nægir peningar í þjóðfélaginu til þessara verkefna.

Það er alveg öruggt mál, ef ég væri miljóner, þá væru þessir bátar ekki á leið í glötun!

Kær kveðja frá Eyjum

P.S. Blessuð sé minning Þóru Sigurjónsdóttur, mikið rosalega var hún góð kona.

Helgi Þór Gunnarsson, 25.5.2013 kl. 10:54

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Þór, ég er sammála þér að það eru nægir peningar til, en engin áhugi til að gera þetta. Það er óvíða verra en í Vestmannaeyjum þar sem engin áhugi er hjá þeim sem fara þar með ferðina. Það er eins og íþróttafélögin sogi til sín allt fjarmagn og annað sé bara ekki inni í myndinni.

Já Helgi Þór hún Þóra var mikið góð kona sem mér þótti vænt um og ég veit að það eiga margir eftir að sakna hennar.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.5.2013 kl. 18:06

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ég sé að við erum sammála úm allt er lýtur að varðveislu gamalla skipa.

Jú það er rétt hjá þér, margir eiga eftir að sakna Þóru, mig langar að votta ykkur Kollu samúð mína, hinn algóði Guð mun varðveita minningu Þóru.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 27.5.2013 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband