11.5.2013 | 20:56
Falleg gjöf sem vert er að minnast
Víkingaskipið er falleg gjöf sem vert er að minnast.
Haraldur Þorsteinn Gunnarsson gerði þessa mynd í tilefni að því að 60 ár eru liðin frá því að ættingar Hannesar Jónssonar lóðs gáfu þennann grip, sem í mörg ár var veðlaunagripur fyrir að vera aflakóngur eða fiskikóngur á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum. Þessi verðlaun voru veitt á Sjómannadaginn við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsi Vestmannaeyja í áraraðir, en var hætt eftir að fiskveiðikerfið varð alsráðandi.
Athugasemdir
Sæll Sigmar, er það ekki rétt munað hjá mér að Sigurjón á Þórunni Sveinsdóttir afþakkaði verðlaunin í síðasta skiptið sem þau voru veitt?
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 21.5.2013 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.